20.04.1982
Sameinað þing: 78. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 3985 í B-deild Alþingistíðinda. (3525)

21. mál, votheysverkun

Frsm. (Eggert Haukdal):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. frá atvmn. um till. til þál. um votheysverkun. Eins og þar segir hefur nefndin rætt till. á fundum sínum og samþ. að mæla með samþykkt till. með eftirfarandi breytingum:

1. Í stað „almennari votheysverkun“, eins og nú stendur í till., komi: aukin votheysverkun frá því sem nú er.

2. Í stað 3. og 4. liðar komi einn liður, sem verði 3. liður, svohljóðandi: endurskoða reglur um stofnlán í því skyni að auðvelda bændum að breyta yfir í votheysverkun.

Það voru miklar umr. við fyrri hluta umr. um þessa till. og allir tóku vel í till., en það varð ekki samkomulag í nefndinni um að afgreiða till. óbreytta. Ég vona samt að hún nái svo breytt tilgangi sínum.