20.04.1982
Sameinað þing: 78. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 3986 í B-deild Alþingistíðinda. (3527)

21. mál, votheysverkun

Stefán Jónsson:

Herra forseti. Ég vil aðeins beina þeirri fsp. til frsm. atvmn. hvort breytingin á 3. lið stafi ekki af hinu sama og hin fyrri breyting, að hér sé um málfarslega breytingu að ræða, hér sé verið að sneiða hjá óhæfilegu eignarfalli fleirtölu í orðinu hlaða, sem er hlaðna, sem er jafn-óáheyrilegt og eignarfallsendingin í fleirtölu af hryssa: hryssna, byssa: byssna. Ég beini þessari fsp. til frsm. því að ég fæ ekki séð annað en hér hafi verið tekinn mjög stór krókur til að sneiða hjá óhæfilegu eignarfalli, en meiningin sé óbreytt.