21.04.1982
Efri deild: 68. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 4023 í B-deild Alþingistíðinda. (3569)

108. mál, vátryggingastarfsemi

Frsm. (Davíð Aðalsteinsson):

Herra forseti. Heilbr.og trn. hefur fjallað um þetta frv., sem er frv. til I. um breyt. á lögum um vátryggingarstarfsemi. Eins og hv. þdm. er vafalaust kunnugt um er þetta frv. flutt fyrst og fremst til að tryggja afkomu tryggingareftirlitsins.

Það voru gerðar allverulegar breytingar á frv. í Nd. Frv., eins og það var lagt fram, gerði ráð fyrir að iðgjöldin mundu breytast á þann veg að þau yrðu 2.50/00 af frumtryggingariðgjöldum, en jafnframt endurtryggingariðgjöldum, en áður höfðu verið innheimt 0.60/00 af endurtryggingariðgjöldum. Nd.-nefndin féllst ekki á þetta og lagði til og gerði ráð fyrir að þessi 0/00-tala héldist óbreytt. En breytingin, sem gerð er, er fyrst og fremst fólgin í því, að álagningargrunnurinn er færður fram um eitt ár. Þetta hefur verið þannig, svo að dæmi sé tekið, að tekjur tryggingaeftirlitsins t.d. á árinu 1980 eru byggðar á reikningum vátryggingarfélaganna frá 1978. Þetta er sem sagt fært fram um eitt ár og með því móti virðist svo sem fjárhag tryggingaeftirlitsins verði borgið. Við skulum hugsa okkur að þessi breyting hefði verið í gildi á árinu 1978, þá hefðu gjöld tryggingaeftirlitsins orðið aðeins undir, það hefði orðið afgangur 1979 sömuleiðis og 1980, en 1981 hefðu staðist nokkurn veginn á sértekjur tryggingaeftirlitsins og gjöldin.

Heilbr.- og trn. þessarar hv. deildar féllst á þessa málsmeðferð, hefur ekkert við hana að athuga og leggur til að frv. verði samþykkt með þeim brtt. sem samþykktar voru í Nd.

Til glöggvunar vil ég taka það fram, að í niðurlagi brtt. er gert ráð fyrir að tryggingaeftirlitið sendi kostnaðaráætlanir og yfirlit um álagningu til Sambands ísl. tryggingafélaga og ársreikninga þegar þeir liggja fyrir. Þessi breyting, sem Nd.- nefndin gerði að því er þetta varðar, er fyrst og fremst komin hér inn fyrir tilstilli Sambands ísl. tryggingafélaga.

En að lokum: Heilbr.- og trn. leggur til að frv. verði samþykkt með þeim breytingum sem gerðar voru á því í Nd.