21.04.1982
Neðri deild: 67. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 4053 í B-deild Alþingistíðinda. (3599)

211. mál, verðlag og samkeppnishömlur

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Ég vildi aðeins vekja athygli hæstv. forseta á því, að það er úr vöndu að ráða fyrir þá þm. sem hafa lagt til aðra skipan á þeim málum en hér um ræðir, en vilja engu að síður eigi setja fótinn fyrir framgang þessa frv. með því að greiða atkv. gegn greinum af því tagi eins og hér eru til umr. eftir að þeirra till. um aðra skipan hafa verið felldar. Ég vil aðeins vekja athygli á því, að þó svo atkv. kunni að falla frá þm. Alþfl. með eða móti slíkum greinum eftir að þegar hafa verið felldar hér á Alþingi tillögur þeirra um aðra skipan mála, þá er það einvörðungu til þess að greiða fyrir framgangi málsins, til þess að komast hjá því að þurfa að tefja þingstörf með ónauðsynlegum nafnaköllum, fremur en í þeirri afgreiðslu þm. Alþfl. felist efnisleg afstaða. — Þessu vil ég aðeins koma á framfæri mönnum til upplýsingar.