21.04.1982
Neðri deild: 67. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 4053 í B-deild Alþingistíðinda. (3601)

211. mál, verðlag og samkeppnishömlur

Friðrik Sophusson:

Herra forseti. Það er athyglisvert við þessa atkvgr., að hér er verið að gera till. um það að færa orðalag verðlagslaganna til þess horfs sem gengið var frá þeim lögum vorið 1978 af þáv. stjórnarflokkum, Sjálfstfl. og Framsfl. Í núv. ríkisstj. og meðal stuðningsmanna hennar er þess vegna yfirgnæfandi meiri hluti með þessu máli, en lætur stjórnast af því valdi sem einn stjórnarflokkurinn hefur í þessum málum. Þetta vildi ég, herra forseti, að kæmi skýrt fram við þessa atkvgr., og segi já.