21.04.1982
Neðri deild: 67. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 4071 í B-deild Alþingistíðinda. (3630)

212. mál, landgræðsla

Frsm. (Stefán Valgeirsson):

Herra forseti. Þetta frv. er um breytingu á tveimur greinum laga um landgræðslu. Það er í fyrsta lagi á 19. gr., sem er um það að kjósa gróðurverndarnefndir í kaupstöðum, en eins og lögin eru nú eru aðeins gróðurverndarnefndir starfandi í sýslum landsins.

Seinni breytingin er viðauki við 23. gr. þannig að hægt sé að bregða skjótt við ef talið er að gróðureyðing sé komin á það stig að það þurfi að vernda landið með skjótum hætti.

Þetta mál var samþykkt í Ed. eins og það var lagt fram. Á þskj. 647 er nál. frá landbn. og hún stendur öll að því að leggja til að frv. verði samþykkt óbreytt.