21.04.1982
Neðri deild: 67. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 4073 í B-deild Alþingistíðinda. (3634)

163. mál, tollskrá

Frsm. (Matthías Bjarnason):

Herra forseti. Þetta frv. um breytingu á lögum nr. 210/1976, um tollskrá, með síðari breytingum, er þmfrv. sem flutt var í Ed. Fjh.- og viðskn. Ed. gerði nokkra breytingu á frv. Frv. fjallar um það að fella niður gjöld af öryggis- og hjálpartækjum fyrir sjón- og heyrnarskerta. Fjmrn. skal hafa samráð um framkvæmdina við augndeild Landakotsspítala og Tryggingastofnun ríkisins, sé um tæki fyrir sjónskerta að ræða, og Heyrnar- og talmeinastöð Íslands þegar um heyrnarskerta er að ræða.

Fjh.- og viðskn. þessarar deildar hefur haft þetta frv. til meðferðar og varð sammála um að leggja til að það verði samþykkt óbreytt eins og það var endanlega samþykkt frá Ed. og er á þskj. 353.