23.04.1982
Neðri deild: 68. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 4114 í B-deild Alþingistíðinda. (3686)

159. mál, iðnfræðingar

Frsm. (Skúli Alexandersson):

Herra forseti. Frv. þetta er um rétt manna til að kalla sig iðnfræðinga og er lagt fram vegna óskar Iðnfræðingafélags Íslands um að starfsheitinu iðnfræðingur verði veitt lögvernd. Gert er ráð fyrir að vernd starfsheitisins geti gilt bæði um þá sem lokið hafa námi við Tækniskóla Íslands og sambærilegu námi erlendis.

Iðnn. hefur rætt frv. og sent það til umsagnar. Allar umsagnir voru jákvæðar, og nefndin mælir samhljóða með því að málið verði samþykkt.