24.04.1982
Neðri deild: 70. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 4152 í B-deild Alþingistíðinda. (3750)

3. mál, Sinfóníuhljómsveit Íslands

Albert Guðmundsson:

Herra forseti. Ég hef gert tilraun við afgreiðslu þessa frv. til að benda á það álag, sem Reykjavíkurborg er gert að skyldu með lögum að taka á sínar herðar, og lagt þá aðallega áherslu á að hlutur Reykjavíkurborgar í óákveðnum útgjöldum við Sinfóníuhljómsveitina er 18% af heildarkostnaði. En því til viðbótar vil ég benda á að hlutur Reykvíkinga í skattframlögum til ríkissjóðs er um 40% þannig að það má reikna með 40% af hlut ríkisins til viðbótar við þessi 18%– eða 50–60% samtals — sem kostnað á herðar Reykvíkinga. Sú tillaga, sem hér um ræðir, gengur í þá átt að létta byrði á borgarsjóði með því að auka hlut hljómsveitarinnar með eigin framlagi, og því segi ég já.