24.04.1982
Neðri deild: 70. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 4155 í B-deild Alþingistíðinda. (3769)

292. mál, kirkjuþing og kirkjuráð

Garðar Sigurðsson:

Herra forseti. Svo ágætur sem ritari hv. deildar er á nær öllum sviðum bregður svo við við atkvgr., þar sem hann á að fylgjast betur með en allir aðrir og meira að segja að telja atkv. með sem nákvæmastri og öruggastri aðferð, að hann lyftir ekki höfði þegar leitað er mótatkvæða. Ég vil leyfa mér, herra forseti, að gera aths. við þessa hegðun ritarans.