26.04.1982
Efri deild: 72. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 4165 í B-deild Alþingistíðinda. (3805)

215. mál, skattskylda innlánsstofnana

Frsm. meiri hl. (Guðmundur Bjarnason):

Herra forseti. Við meðferð frv. þessa, frv. til l. um skattskyldu innlánsstofnana, í fjh.- og viðskn. gerði meiri hl. n. till. um breytingu á 7. gr. um gildistöku laganna. Þar inni höfðu verið ákvæði um gildistöku veltuskatts samkv. ákvæði nr. IV til bráðabirgða, en við gerð brtt. höfðu þessi ákvæði fallið niður. Leyfi ég mér því að bera hér fram brtt. við 7. gr. frv., svohljóðandi:

„Við 7. gr. frv. bætist eftirfarandi mgr.:

Ákvæði til bráðabirgða IV kemur þó til framkvæmda í fyrsta skipti vegna heildarinnlána í lok janúar 1982 og skal skattur vegna mánaðanna janúar, febrúar og mars greiddur 15. maí ásamt greiðslu fyrir apríl.“

Þetta er brtt. sem ég leyfi mér að leggja hér fram við 3. umr. um frv. til l. um skattskyldu innlánsstofnana.