26.04.1982
Sameinað þing: 80. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 4193 í B-deild Alþingistíðinda. (3869)

147. mál, nefndir og fjárveitingar

Svar iðnaðarráðherra við fyrirspurn Friðriks Sophussonar um nefndir og fjárveitingar, á þskj:

170, sent þm. 26. apríl.

Spurt er:

1. Hvaða nefnda og starfshópa hefur iðnaðarráðuneytið stofnað til í tíð núverandi ríkisstjórnar til að vinna að sérstökum málefnum?

2. Hvaða sérfræðinga hefur ráðuneytið fengið til slíkra verkefna?

3. Hver eru verkefni þessara nefnda, starfshópa og sérfræðinga?

4. Hvaða menn eru í þessum nefndum og starfshópum?

5. Hver var kostnaðurinn við þessa starfsemi árið 1980 og hvað er áætlað að hann verði í ár?

6. Hvernig hefur iðnaðarráðuneytið varið eftirfarandi tekjum fjárlagaársins 1981:

kr.

a)

Aðlögunargjald

10 500 000

b)

Efling iðnþróunar og tækni-

nýjungar

400 000

c)

Orkusparnaður

450 000

d)

Ullar- og skinnaverkefni

180 000

Í eftirfarandi yfirliti verða teknir saman til glöggvunar eftirtaldir liðir fyrirspurnarinnar.

Fyrst 1., 3. og 4. liður. Þá 2. liður.

Síðan 5. liður. Og loks 6. liður.

I. Svar við 1., 3. og 4. lið fyrirspurnarinnar.

Bent er á, að árlega gefur fjármálaráðuneytið, fjárlaga- og hagsýslustofnun, út yfirlit um stjórnir, nefndir og ráð ríkisins. Í skýrslunni, dags. okt. 1981, sem fjallar um stjórnir, nefndir og ráð ríkisins árið 1980, og var að venju dreift til allra þingmanna með frv. til fjárlaga, er að finna tæmandi yfirlit yfir starfshópa, nefndir og stjórnir á vegum iðnaðarráðuneytisins.

Jafnframt er bent á svar iðnaðarráðherra við fyrirspurn Halldórs Blöndals á þingskjali 153 1980, um skipun nefnda og verkefni þeirra, en í báðum þessum fyrirspurnum er vikið að sama efni.

Við upptalningu nefnda og starfshópa árið 1980 verður því um endurtekningu að ræða.

Ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens var sem kunnugt er skipuð hinn 8. febrúar 1980, og nær eftirfarandi yfirlit frá þeim tíma til áramóta 1981.

Í yfirliti því, sem hér fer á eftir og nær frá 8. febr. 1980 til 31. des. 1981, eru þær nefndir, sem ráðuneytið hefur stofnað á tímabilinu til einstakra ætlunarverka.

Annars vegar eru tilgreindar 11 nefndir, er lokið hafa störfum. Hins vegar 20 nefndir, sem ekki höfðu lokið verkefni sínu um síðustu áramót, en sumar hafa skilað áliti síðan.

1) Nefndir, er lokið hafa störfum:

Nefnd um vandamál ullariðnaðarins.

Hinn 18. febrúar 1980 hóf störf starfshópur um vandamál ullariðnaðarins.

Jafet S. Ólafsson, deildarstjóri, formaður.

Stefán Gunnlaugsson, deildarstjóri.

Gunnlaugur M. Sigmundsson, deildarstjóri.

Guðmundur Sigþórsson, deildarstjóri.

Starfshópurinn lauk störfum og gerði ráðherra grein fyrir niðurstöðum sínum í júnímánuði 1980. Staríshópur um sykuriðnað.

Með bréfi ráðuneytisins, dags. 6. maí 1980, var skipaður starfshópur til þess að yfirfara skýrslu Áhugafélags um sykuriðnað hf. og Finska Socker Ab., frá 29. febrúar 1980, og að leggja mat á niðurstöður skýrslunnar og tæknilegar forsendur og hagkvæmni þess að reisa og reka sykurverksmiðju í Hveragerði.

Jafnframt að taka til athugunar aðra framleiðslu, sem tengst gæti rekstri verksmiðjunnar og ábendingar hafa komið fram um.

Hörður Jónsson, framkvæmdastj., formaður.

Ragnar Önundarson, aðstoðarbankastjóri.

Sigurður Sigfússon, verkfræðingur.

Starfshópnum var eigi greidd þóknun á árinu 1980. Hinn 9. apríl 1981 lauk starfshópurinn störfum og skilaði skýrslu til ráðuneytisins.

Viðræðunefnd um sameiningu Laxárvirkjunar og Landsvirkjunar.

Með bréfi, dags. 3. janúar 1980, var ákveðið að fulltrúar ríkisins í væntanlegum viðræðum um sameiningu Laxárvirkjunar og Landsvirkjunar, þar sem Laxárvirkjun hefur ákveðið að sameinast Landsvirkjun, sbr. 17. gr. laga nr. 59/1965, verði:

dr. Jóhannes Nordal, stjórnarformaður Landsvirkjunar.

Baldvin Jónsson, stjórnarmaður í Landsvirkjun.

Páll Flygenring, ráðuneytisstjóri.

Með bréfi ráðuneytisins, dags. 12 maí 1980, var fjölgað í viðræðunefndinni af ríkisins hálfu:

Helgi Bergs, bankastjóri.

Pálmi Jónsson, ráðherra.

Tryggvi Sigurbjarnarson, verkfræðingur.

Með bréfi, dags. 1. mars 1981, skilaði nefndin af sér til ráðuneytisins og lauk þar með hlutverki sínu.

Nefnd til rannsókna á nýtingu vindorku.

Með bréfi ráðuneytisins, dags. 2. júní 1980, var skipuð nefnd til rannsókna á nýtingu vindorku í Grímsey.

Til að gera áætlun um ofangreint verkefni í samræmi við fjárveitingar, taka ákvarðanir um framkvæmd einstakra þátta þessa verkefnis og hafa yfirumsjón með framgangi þess.

Finnbogi Jónsson, verkfræðingur, formaður.

Alfreð Jónsson, oddviti.

Geir A. Gunnlaugsson, prófessor.

Örn Helgason, eðlisfræðingur.

Nefndin gerði tillögur um ráðstöfun þeirra 7 m. g. kr., sem ætlaðar voru á árinu 1980, og lagði til að Raunvísindastofnun og Rafmagnsveitur ríkisins hefðu frekari framkvæmdir með höndum. Hefur nefndin þar með lokið hlutverki sínu.

Verkefnisstjórn um stálbræðslu.

Skipuð 10. júní 1980 til þess að hafa umsjón með gerð hagkvæmniathugunar vegna áforma um byggingu og rekstur stálbræðslu á Íslandi, sem nýta mundi innlent brotajárn.

Friðrik Daníelsson, efnaverkfræðingur, formaður.

Haukur Sævaldsson, verkfræðingur.

Sveinn Erling Sigurðsson, viðskiptafræðingur.

Jafet S. Ólafsson, deildarstjóri.

Með bréfi til ráðuneytisins, dags. 27. nóvember 1980, skilaði verkefnisstjórnin skýrslu og lauk störfum. Starfshópur um skipulagsmál Orkustofnunar.

Með bréfi, dags. 1. ágúst 1980, skipaði iðnaðarráðherra starfshóp til þess að gera tillögur um endurbætur á innra skipulagi og stjórnsýslu á Orkustofnun:

Tryggvi Sigurbjarnarson, verkfræðingur, formaður.

Kristmundur Halldórsson, deildarstjóri.

Jakob Björnsson, orkumálastjóri.

Axel Björnsson, eðlisfræðingur.

Stefán Sigurmundsson, fulltrúi.

Rúnar B. Jóhannesson, fulltrúi.

Jón E. Böðvarsson, deildarstjóri.

Hinn 15. desember 1980 skilaði starfshópurinn áfangaskýrslu til ráðuneytisins.

Starfshópurinn lauk störfum 1. júní 1981 og sendi ráðuneytinu tillögur um deildarskipulag jarðhitadeildar og vatnsorkudeildar Orkustofnunar.

Starfshópur til athugunar á hækkunarþörf gjaldskrár Hitaveitu Reykjavíkur.

Með bréfi ráðuneytisins, dags. 21. ágúst 1980, var skipaður starfshópur til þess, í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnarinnar, að gera á vegum iðnaðarráðuneytisins og Reykjavíkurborgar áætlun til nokkurra ára um þörf á hækkun á vatnsverði Hitaveitu Reykjavíkur, með hliðsjón af áformum um vatnsöflun, stækkun dreifikerfis og aðrar framkvæmdir.

Kristmundur Halldórsson, deildarstjóri, formaður.

Valdimar K. Jónsson, form. stjórnar veitustofnana Reykjavíkurborgar.

Stefán Reynir Kristinsson, viðskiptafræðingur.

Starfshópurinn skilaði skýrslu og lauk störfum í janúar 1982.

Starfshópur um stöðu hitaveitna.

Með bréfi ráðuneytisins, dags. 21. október 1980, var skipaður starfshópúr til þess að kynna sér fjárhags- og rekstrarerfiðleika hitaveitna Suðureyrar, Blönduóss og Siglufjarðar, greina orsakir þess vanda, sem um er að ræða, og benda á leiðir til úrbóta. Einnig að kanna hvort og með hvaða hætti ríkið gæti stuðlað að lausn erfiðleika þessara fyrirtækja.

Kristmundur Halldórsson, deildarstjóri, formaður.

Magnús Pétursson, skrifstofustjóri.

Karl Ómar Jónsson, ráðgjafarverkfræðingur.

Hinn 3. mars 1981 lauk starfshópurinn störfum og skilaði skýrslu til ráðuneytisins.

Starfshópur nm sveitarafvæðingu.

Skv. tilmælum iðnaðarráðherra með bréfi, dags. 16. mars 1981, var myndaður starfshópur til þess að fjalla um framhald sveitarafvæðingar, þ.e. undirbúa tillögur varðandi rafvæðingu sveitabýla, sem enn eru utan við samveitur.

Páll Flygenring, ráðuneytisstjóri, formaður.

Baldur Helgason, tæknifræðingur.

Gunnar Haraldsson, hagfræðingur.

Starfshópurinn lauk störfum og skilaði greinargerð, dags. 15. maí 1981.

Starfshópur til athugunar á skattlagningu ÍSAL. Með bréfi ráðuneytisins, dags. 9. janúar 1981, var settur á fót starfshópur til athugunar á skattlagningu Íslenska álfélagsins hf.

Ragnar Árnason, hagfræðingur, formaður.

Árni Kolbeinsson, deildarstjóri.

Halldór V. Sigurðsson, ríkisendurskoðandi.

Starfshópurinn lauk störfum og skilaði áliti til iðnaðarráðherra 19. febrúar 1981.

Starfshópur um byggðalínur.

Með bréfi ráðuneytisins, dags. 6. maí 1981, var komið á laggirnar starfshóp til þess að fjalla um byggðalínur.

Tryggvi Sigurbjarnarson, verkfræðingur, formaður.

Þröstur Ólafsson, aðstoðarmaður ráðherra.

Magnús Pétursson, skrifstofustjóri.

Kristján Jónsson, rafmagnsveitustjóri.

Guðjón Guðmundsson, rekstrarstjóri.

Jóhann Már Maríusson, yfirverkfræðingur.

Agnar Olsen, verkfræðingur.

Hinn 13. nóvember 1981 skilaði starfshópurinn áliti, dags. 7. september 1981, þar sem komist var að niðurstöðu um hvaða framkvæmdir við byggðalínur séu nauðsynlegar á næstu árum.

2) Nefndir, er eigi höfðu lokið störfum 31. des. 1981:

Verkefnisstjórn frumáætlunar um kísilmálmverksmiðju.

Með bréfi ráðuneytisins, dags. 25. febrúar 1981, var skipuð verkefnisstjórn til að láta gera athugun um kísilmálmverksmiðju hér á landi, er feli í sér frumhönnum ásamt hagkvæmniathugun.

Finnbogi Jónsson, deildarstjóri, formaður.

Hörður Jónsson, framkvæmdastjóri.

Jón Steingrímsson, verkfræðingur.

Hinn 31. maí og 13. nóvember 1981 skilaði verkefnisstjórnin áfangaskýrslum í ráðuneytið.

Nefnd varðandi steinullarverksmiðju.

Með bréfi ráðuneytisins, dags. 14. mars 1980, var skipuð nefnd til þess að kanna nánar forsendur fyrir athugun á staðarvali steinullarverksmiðju.

Vilhjálmur Lúðvíksson, framkvæmdastjóri, formaður.

Bjarni Einarsson, framkvæmdastjóri.

Hörður Jónsson, framkvæmdastjóri.

Svavar Jónatansson, framkvæmdastjóri.

Þorsteinn Þorsteinsson, bæjarstjóri, Sauðárkróki.

Með bréfi, dags. 25. apríl 1980, skilaði nefndin áliti. Að fengnum tillögum var nefndarmönnum falið með bréfi ráðuneytisins, dags. 29. apríl 1980, að starfa áfram og kanna hagkvæmni steinullarverksmiðju og gera tillögur til ráðuneytisins um staðarval fyrir slíkt fyrirtæki.

Verkefnisstjórn í rafiðnaði (VÍR).

Með bréfi ráðuneytisins, dags. 29. apríl 1980, var skipuð sérstök verkefnisstjórn þróunarverkefnis, til þess að efla framleiðslu rafbúnaðar og rafeindatækja í landinu, með hliðsjón af þeirri öru aukningu, sem fyrirsjáanleg er hérlendis í hagnýtingu hvers kyns rafbúnaðar og hugbúnaðar, sem honum tengist.

Guðrún Hallgrímsdóttir, deildarstjóri, formaður.

Björn Kristinsson, verkfræðingur.

Hlöðver Örn Ólafsson, rekstrartæknifræðingur.

Hörður Jónsson, framkvæmdastjóri.

Dr. Ingjaldur Hannibalsson, iðnaðarverkfræðingur.

Páll Theódórsson, eðlisfræðingur.

Sigurður Magnússon, rafvirki.

Frá september 1980 til nóv. 1981 starfaði Stefán Guðjohnsen, tæknifræðingur, sem verkefnisstjóri VÍR. Verkefnisstjórnin hefur látið gera úttekt á framleiðslumöguleikum fyrir rafiðnað á ýmsum sviðum atvinnulífsins, m.a. raforkuiðnað og fiskiðnað. Hópurinn skilaði áfangaskýrslu á árinu 1981.

Ráðgjafarnefnd um undirbúning virkjana Jökulsár í Fljótsdal og Blöndu.

Skipuð með bréfi ráðuneytisins, dags. 5. maí 1980.

Tryggvi Sigurbjarnarson, verkfræðingur, formaður.

Jakob Björnsson, orkumálastjóri.

Jóhannes Nordal, formaður stjórnar Landsvirkjunar.

Kristján Jónsson, rafmagnsveitustjóri.

Nefnd til að gera tillögur um verðlagningu á orku. Með bréfi ráðuneytisins, dags. 4. september 1980, var skipuð nefnd til þess að gera tillögur um verðlagningu á orku.

Kristmundur Halldórsson, deildarstjóri, formaður.

Finnbogi Jónsson, verkfræðingur.

Eiríkur Briem, hagfræðingur.

Guðmundur Helgason, raffræðingur.

Nefndin er enn að störfum.

Nefnd um hagnýtar hafsbotnsrannsóknir.

Með bréfi, dags. 4. september 1980, var skipuð nefnd til ráðgjafar um undirbúning olíuleitar við Ísland og stefnumótun í því sambandi. Nefndin kemur í stað starfshóps, er skipaður var með bréfi ráðuneytisins, dags. 30. maí 1978.

Árni Þ. Árnason, skrifstofustjóri, formaður.

dr. Vilhjálmur Lúðvíksson, framkvæmdastjóri, varaformaður.

Benedikt Sigurjónsson, hæstaréttardómari.

Guðmundur Eiríksson, þjóðréttarfræðingur.

Guðmundur Magnússon, verkfræðingur.

Dr. Guðmundur Pálmason, forstöðumaður jarðhitadeildar Orkustofnunar.

Jón Ólafsson, haffræðingur.

Þóroddur Th. Sigurðsson, verkfræðingur.

Karl Gunnarsson, jarðeðlisfræðingur er ritari nefndarinnar.

Hefur nefndin skilað álitsgerðum til iðnaðarráðherra á árunum 1980 og 1981 og er enn að störfum.

Ólafur Egilsson, sendifulltrúi, var upphaflega skipaður í nefndina. Hann hefur vegna breyttra starfa látið þar af störfum, en sæti hans tók Guðmundur Eiríksson, þjóðréttarfræðingur.

Nefnd um staðarval til iðnreksturs.

Með bréfi ráðuneytisins, dags. 3. október 1980, var skipuð nefnd til að kanna hvar helst komi til álita að reist verði iðjuver í tengslum við nýtingu á orku og hráefnalindum landsins.

Þorsteinn Vilhjálmsson, eðlisfræðingur, formaður.

Vilhjálmur Lúðvíksson, verkfræðingur.

Ingimar Sigurðsson, deildarstjóri.

Sigurður Guðmundsson, skipulagsfræðingur.

Haukur Tómasson, jarðfræðingur.

Ritari er Bragi Guðbrandsson, lektor.

Nefndin hefur ráðið Pétur Stefánsson, verkfræðing, Almennu verkfræðistofunnar, til starfa á sínum vegum.

Starfshópur um stöðu jarðvarmaveitna ríkisins og jarðborana ríkisins.

Með bréfi ráðuneytisins, dags. 21. október 1980, var skipaður starfshópur til athugunar og tillögugerðar um úrbætur á rekstrarlegri og fjárhagslegri stöðu Jarðvarmaveitna ríkisins og Jarðborana ríkisins.

Kristmundur Halldórsson, deildarstjóri, formaður.

Edda Hermannsdóttir, fulltrúi.

Sveinbjörn Björnsson, eðlisfræðingur.

Með bréfi ráðuneytisins, dags. 5. nóvember 1980, var auk þess skipaður í hópinn Glúmur Björnsson, skrifstofustjóri.

Starfshópurinn gekk frá skýrslu um Jarðboranir ríkisins í nóv. 1981.

Starfshópur um orkusjóð.

Með bréfi ráðuneytisins, dags. 28. október 1980, var skipaður starfshópur til þess að athuga fjármál orkusjóðs, viðskipti hans við ríkissjóð, orkufyrirtæki og lántakendur.

Páll Flygenring, ráðuneytisstjóri.

Brynjólfur Sigurðsson, hagsýslustjóri.

Jakob Björnsson, orkumálastjóri.

Starfshópurinn er enn að störfum.

Orkustefnunefnd.

Með bréfi ráðuneytisins, dags. 9. janúar 1981, var skipuð svonefnd orkustefnunefnd. Í bréfinu segir m.a.: „Í samræmi við ákvæði stjórnarsáttmála hefur ráðuneytið ákveðið að skipa nefnd fulltrúa núverandi stjórnarflokka sér til aðstoðar við undirbúning að þessari stefnumótun. Markmiðið er að draga upp sem heildstæðasta mynd af þróunarkostum í orkumálum landsmanna fram til næstu aldamóta með hliðsjón af æskilegri þróun atvinnulífs og byggðar í landinu.“

Tryggvi Sigurbjarnarson, verkfræðingur, formaður.

Þóroddur Th. Sigurðsson, verkfræðingur.

Edgar Guðmundsson, verkfræðingur.

Guðmundur G. Þórarinsson, alþingismaður.

Kjartan Ólafsson, ritstjóri.

Þorsteinn Ólafsson, fulltrúi.

Ritari nefndarinnar er Finnbogi Jónsson, deildarstjóri.

Starfshópur til athugunar á raforkuverði til ÍSAL.

Með bréfi ráðuneytisins, dags. 9. janúar 1981, var settur á fót starfshópur til athugunar á raforkuverði til Íslenska álfélagsins hf.

Finnbogi Jónsson, deildarstjóri, formaður.

Kristján Jónsson, rafmagnsveitustjóri.

Jóhann Már Maríusson, yfirverkfræðingur.

Gunnlaugur Jónsson, eðlisfræðingur.

Verkefnisstjórn um eflingu eftirmenntunar og starfs þjálfunar í iðnaði.

Með bréfum ráðuneytisins, dags. 14. og 18. maí 1981, var skipuð verkefnisstjórn til að hafa forustu um að efla eftirmenntun og starfsþjálfun í iðnaði. Þetta var gert í samræmi við tillögur eftirmenntunarnefndar, sem skipuð var af iðnaðarráðherra hinn 11. október 1979, og að höfðu samráði við fræðsluyfirvöld, hagsmunasamtök í iðnaði, tæknistofnanir iðnaðarins og fleiri aðila.

Atli Marinósson, vélstjóri, formaður.

Guðmundur Pálmi Kristinsson, verkfræðingur.

Jónas Sigurðsson, fulltrúi.

Sigurður Guðmundsson, viðskiptafræðingur.

Sveinn Sigurðsson, tæknifræðingur.

Byggingarnefnd Landssmiðjuhúss.

Með bréfi ráðuneytisins, dags. 15. júlí 1981, var skipuð sérstök byggingarnefnd til þess að hafa yfirumsjón með byggingu nýs verkstæðishúss Landssmiðjunnar við Skútuveg 7 í Reykjavík.

Gunnar Guttormsson, deildarstjóri, formaður.

Ágúst Þorsteinsson, forstjóri.

Gunnlaugur M. Sigmundsson, deildarstjóri.

Nefnd til samningaviðræðna við Landsvirkjun.

Með bréfi ráðuneytisins, dags. 7. ágúst 1981, var skipuð nefnd til þess að taka þátt í samningaviðræðum við Landsvirkjun um:

að reisa og reka Blönduvirkjun, Fljótsdalsvirkjun og Villinganesvirkjun,

að taka við meginstofnlínum landsins sem eignar- og rekstraraðili,

svo og að ræða önnur mál, sem upp kunna að koma í þessu sambandi.

Tryggvi Sigurbjarnarson, verkfræðingur, formaður.

Helgi Bergs, bankastjóri.

Eggert Haukdal, alþingismaður.

Kristján Jónsson, rafmagnsveitustjóri.

Ritari nefndarinnar:

Pétur G. Thorsteinsson, lögfræðingur.

Nefnd til viðræðna við Alusuisse.

Með bréfi ráðuneytisins, dags. 31. júlí 1981, var skipuð nefnd til þess að eiga viðræður við Alusuisse um skoðanaágreining fyrirtækisins og ríkisstjórnarinnar vegna samninga aðilanna um álbræðslu í Straumsvík og endurskoðun á þeim samningum.

Tilnefndir af iðnaðarráðherra:

Vilhjálmur Lúðvíksson, framkvæmdastjóri, formaður,

Halldór V. Sigurðsson, ríkisendurskoðandi,

Stefán Svavarsson, löggiltur endurskoðandi,

svo og Ragnar Aðalsteinsson, hrl., sem lögfræðilegur ráðunautur.

Frá aðilum að ríkisstjórn:

Guðmundur G. Þórarinsson, alþingismaður,

Ingi R. Helgason, forstjóri,

Þóroddur Th. Sigurðsson, verkfræðingur.

Frá stjórnarandstöðuflokkum:

Hjörtur Torfason, hrl.,

Sigþór Jóhannesson, verkfræðingur.

Ritari nefndarinnar: Pétur G. Thorsteinsson, lögfræðingur.

Orkusparnaðarnefnd. Með bréfi ráðuneytisins, dags. 27. ágúst 1981, var skipuð nefnd til að vinna að orkusparnaði og hagkvæmri orkunotkun.

Skyldi nefnd þessi taka við störfum orkusparnaðarnefndar, er skipuð var með bréfi ráðuneytisins, dags. 2. ágúst 1979.

Björn Friðfinnsson, fjármálastjóri, formaður.

Björn Marteinsson, verkfræðingur, varaformaður.

Ólafur Eiríksson, tæknifræðingur.

Bergsteinn Gizurarson, verkfræðingur.

Ritari nefndarinnar:

Jón Ingimarsson, verkfræðingur.

Nefndin hefur staðið að margvíslegri kynningarstarfsemi, útgáfu fræðslurita, ráðstefnu um hagkvæmari orkunotkun við rekstur húsnæðis o.fl.

Samstarfsnefnd um eldsneytismál.

Með bréfi ráðuneytisins, dags. 1. október 1981, var skipuð samstarfsnefnd um eldsneytismál, er vinni að samræmingu aðgerða og athugana til þess að tryggja þjóðinni hagkvæman og öruggan aðgang að eldsneyti horft til lengri tíma.

Skal nefndin skila tillögum í áföngum eftir því sem málum miðar áfram.

Vilhjálmur Lúðvíksson, framkvæmdastjóri, formaður.

Finnbogi Jónsson, deildarstjóri.

Indriði Pálsson, forstjóri.

Jakob Björnsson, orkumálastjóri.

Jón Júlíusson, deildarstjóri.

Jónas Elíasson, prófessor.

Verkefnisstjórn vegna hagkvæmnisathugunar magnesíumframleiðslu.

Með bréfi ráðuneytisins, dags. 7. ágúst 1981, var skipuð verkefnisstjórn til að hafa yfirumsjón með hagkvæmnisathugun og nauðsynlegum rannsóknum vegna magnesíumframleiðslu hér á landi.

Finnbogi Jónsson, deildarstjóri, formaður.

Gamalíel Sveinsson, viðskiptafræðingur.

Sverrir Þórhallsson, efnaverkfræðingur.

Vilhjálmur Lúðvíksson, framkvæmdastjóri.

Verkefnisstjóri er Friðrik Daníelsson, framkvæmdastjóri, Iðntæknistofnun Íslands, og ritari verkefnisstjórnar Egill Einarsson, efnaverkfræðingur á Iðntæknistofnun.

Með bréfi ráðuneytisins, dags. 26. október 1981, var verkefnisstjórninni jafnframt falið, uns annað verður ákveðið, að annast áframhaldandi athuganir á natríumklóratframleiðslu hér á landi.

Starfshópur varðandi orkusparnað og mengunarvarnir í fiskimjölsverksmiðjum.

Með bréfi ráðuneytisins, dags. 7. ágúst 1981, var skipaður starfshópur til þess að fjalla um aðgerðir til að hraða mengunarvörnum og orkusparnaði í fiskimjölsverksmiðjum, sbr. samþykkt á fundi ríkisstjórnarinnar 13. júlí 1981.

Guðrún Hallgrímsdóttir, deildarstjóri, formaður.

Brynjólfur Sigurðsson, fyrrverandi hagsýslustjóri.

Ingimar Sigurðsson, deildarstjóri.

Bogi Þórðarson, aðstoðarmaður ráðherra.

Starfshópurinn skilaði tillögum til iðnaðarráðherra 1. des. 1981.

Verkefnisstjórn til að hafa umsjón með hagkvæmniathugun áliðju.

Með bréfi; dags. 4. desember 1981, var skipuð verkefnisstjórn til þess að gera hagkvæmniathugun á hugsanlegri íslenskri áliðju.

Óskað var eftir að verkefnisstjórnin annist fyrir ráðuneytisins hönd viðræður við ÅSV. og VST. um umrædda hagkvæmniathugun og verkaskiptingu aðila og leggi tillögur þar að lútandi fyrir ráðuneytið.

Verkefnisstjórnin var skipuð þrem fulltrúum úr Orkustefnunefnd og ritara hennar.

Tryggvi Sigurbjarnarson, verkfræðingur, formaður.

Þóroddur Th. Sigurðsson, verkfræðingur.

Guðmundur G. Þórarinsson, alþingismaður.

Finnbogi Jónsson, deildarstjóri.

II. Svar við 2. lið fyrirspurnarinnar.

Eftirfarandi er skrá yfir einstaklinga og aðila, er starfað hafa á því tímabili, sem hér um ræðir, fyrir ráðherra, ráðuneytið eða nefndir á þess vegum að sérstökum verkefnum.

Almenna verkfræðistofan hf. ýmis iðnþróunarverkefni, staðarval stóriðju, kísilmálmverksmiðja o.fl.

Ágúst Valfells eldsneytismál.

Bergur Jónsson endurskoðun rafmagnseftirlitsmála.

Bragi Guðbrandsson v. staðarvalsnefndar.

Birgir Björn Sigurjónsson ýmis ráðgjöf á sviði orku- og iðnaðarmála.

Barrow G. (USA) orkufrekur iðnaður.

Benedikt Sigurjónsson lögfræðileg ráðgjöf.

Bjarni Einarsson steinullarverkefni.

Björn Þ. Guðmundsson lögfræðileg ráðgjöf.

Commodities Research Unit (London) v. kísilmálmframleiðslu.

Coopers & Lybrand (London) v. Ísal og Alusuisse.

D. J. Freeman & Co. (London) lögfræðileg ráðgjöf.

Elías Davíðsson ráðgjöf um áliðju.

Elkem AS (Nor.) kísilmálmverkefni.

Emil Bóasson v. staðarvalsnefndar.

Endurskoðunarskrifstofa Svavars Pálssonar endurskoðunarstörf.

Mr. George C. O. Farrell (Ástralíu) ráðgjöf um áliðju.

Fjarhitun hf. verkfræði- og ráðgjafarstörf.

Forverk hf. vegna kísilmálmverkefnis.

G.O. Gutman & Co. (Ástralía) ráðgjöf um áliðju.

Gamalíel Sveinsson v. sjóefnavinnslu.

Garðar Ingvarsson v. orkufreks iðnaðar.

Gunnar Ingimundarson v. rafskautaverksmiðju.

Hnit hf. v. kísilmálmverkefnis.

Hörður Jónsson v. steinullarverkefnis.

Iðntæknistofnun Íslands v. steinullarverkefnis.

Ingi R. Helgason lögfræðileg ráðgjöf, súrálsmál o.fl.

Jón Hálfdánarson v. kísilmálmframleiðslu.

Jón L. Hilmarsson verkefni í rafiðnaði (VÍR). Jón Steingrímsson stálbræðsla.

Kristján Jónsson ráðgjafarstörf á sviði orkumála.

Lindsay Marketing Service (Engl.) steinullarverkefni.

Samuel Moment (USA) ráðgjafarstörf v. áliðju.

Magnús Magnússon kísilmálmverksmiðja.

Orkustofnun v. eldsneytisframleiðslu.

Ólafur H. Árnason aðföng v. áliðju.

Rafagnatækni verkefnisstjórn í rafiðnaði (VÍR).

Rafhönnun verkfræðileg ráðgjöf, pappírsverksmiðja, raftækniverkefni (VÍR).

Rafteikning hf. verkfræði- og ráðgjafarstörf.

Ráðgjöf og hönnun trjákvoðuverksmiðja o.fl.

Ragnar Aðalsteinsson lögfræðileg ráðgjöf.

Ragnar Árnason hagfræðileg ráðgjöf.

Ragnar Önundarson v. sykurverksmiðju.

Dr. P. Schneider (Þýskaland) v. kísilmálmverkefnis.

Sigfús Björnsson v. rafiðnaðarverkefnis.

Stefán Guðjohnsen verkefnisstjórn í rafiðnaði (VÍR).

Synthetic Fuels Association (USA) v. eldsneytisframleiðslu.

Sæmundur Óskarsson v. rafiðnaðarverkefnis.

Tækniþjónusta Kópavogs v. rafiðnaðarverkefnis.

Jan Uggla (Svíþjóð) v. stálbræðslu.

Mr. Carlos M. Varsavsky sérfræðiþjónusta v. áliðju.

Verk- og kerfisfræðistofan v. rafiðnaðarverkefnis.

Verkfræðistofa Austurlands v. kísilmálmverkefnis.

Verkfræðistofa Baldurs Líndal verkfræðileg ráðgjafarstörf v. sjóefnavinnslu, trjákvoðuverksmiðju.

Verkfræðistofa Guðmundar og Kristjáns v. rafiðnaðarverkefnis.

Verkfræðistofa Helga Sigvaldasonar v. verðlagningar á orku.

Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf. verkfræði- og ráðgjafarstörf.

Viggó Benediktsson v. rafeindaiðnaðar.

Vilhjálmur Lúðvíksson ráðgjafarstörf á sviði iðnþróunarmála.

Þorsteinn Ólafsson v. eldsneytisframleiðslu.

Þorsteinn Vilhjálmsson ráðgjafarstörf v. staðarvals stóriðju.

Þóroddur Th. Sigurðsson ráðgjafarstörf v. orkumála.

III. Svar við 5. lið fyrirspurnarinnar.

Þóknanir, sem greiddar voru á tímabilinu til umræddra nefnda, námu samtals á árinu

1980 kr. 50 000,— (nýkr.)

1981 kr. 203 910,—.

Greiðslur til stofnana, fyrirtækja og einstaklinga, er störfuðu að sérstökum verkefnum, námu samtals á árinu

1980 kr. 636 712,— (nýkr.)

1981 kr. 5 648 238,-.

IV. Svar við 6. lið fyrirspurnarinnar.

a)

Aðlögunargjald

10 500

þús. kr.

Ráðstöfun:

Allar upphæðir í þús. kr

1.

Iðnrekstrarsjóður

5 500

5 500

2.

Iðnþróunaraðgerðir:

21

Húsgagnaverkefni

303

22

Verkefnisstjórn í rafiðnaði

462

23

Iðnþróunarverkefni SMS

277

24

Sælgætisverkefni

200

25

TSÍ Efling iðnþróunarstarfs

200

29

Annað ýmislegt

217

1 659 -

3.

Nýiðnaðarathuganir:

31

Eldsneytisframleiðsla

152

32

Álframleiðsla og úrvinnsla

25

33

Stálframleiðsla

90

34

Sykur

49

35

Steinull

378

36

Salt

70

37

TSÍ v/rafbræðslu o.fl.

200

38

Annað

536

1 477

4.

Til svæðisáætlana í landshlutunum:

41

Iðnþróunarfulltrúar

688

688

5.

Starfsþjálfun:

51

Fataverkefni

692

52

Til eftirmenntunar

500

59

Annað

77

1 269

Samtals

10 593

Fjárlagaliður Iðja og iðnaður.

Þús. kr.

b)

Efling iðnþróunar og tækninýjunga

400

Ráðstöfun:

Upph. í þús. kr.

1.

Ýmsar athuganir og styrkir

240

2.

Samstarfsnefnd um iðnþróun

43

3.

Rannsóknir á notkun svartolíu

12

4.

Ýmis nefndalaun

39

5.

Málefni Sölustofnunar lagmetis

og Siglósíldar

5

6.

Málefni Orkustofnunar

36

7.

Álmál

40

8.

Virkjunarréttur fallvatna

33

10

Orkuþing

21

Samtals

469

Auk þess hefur verið færður á þetta viðfangsefni kostnaður við umfangsmikil verkefni sem unnið hefur verið að í samræmi við stjórnarsáttmála.

Orkustefnunefnd

197

Sameining Laxárvirkjunar — Landsvirkjunar,

Byggðalínur

75

Undirbúningur næstu virkjana

86

Ýmis hitaveitumál

122

Samtals

480

Samtals á viðfangsefnið

949

Þús. kr.

c)

Orkusparnaður

450

Ráðstöfun: Allar upphæðir í

þús. kr.

Orkusparnaðarnefnd

141

Námskeið í stillingu

65

Rannsóknir og styrkir

40

Auglýsingarstarfsemi, orkusparnaður

100

Þátttaka í ráðstefnum og

norrænt samstarf

51

Gerð námsefnis

43

Samtals

440

Þús. kr.

d)

Ullar- og skinnaverkefnið

180

Ráðstöfun: Allar upphæðir í

þús. kr.

1.

Útflutningsmiðstöð iðnaðarins

120

2.

Iðntæknistofnun Íslands

60

Samtals

180

Varið til að styrkja framleiðsluráðgjöf og útflutningsviðleitni í þessum greinum á vegum ofangreindra stofnana.

Sameinað þing, 80. fundur. Þriðjudaginn 27. apríl, kl. 2 miðdegis. Afbrigði vegna almennra stjórnmálaumræðna.