27.04.1982
Sameinað þing: 81. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 4233 í B-deild Alþingistíðinda. (3900)

364. mál, utanríkismál 1982

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Ég vil vekja athygli á því, að það er engin trygging fyrir því, að till. til þál. um viðauka við vegáætlun fyrir árin 1981–1984 verði umræðulaus. Það er engin trygging fyrir því, að vegamálin beri á góma hér á Alþingi með öðrum hætti. Ég held því að það sé óhjákvæmilegt að gefa alþm. svigrúm til þess að ræða um það, hvernig staðið hefur verið að vegáætlun og samgöngumálunum í heild og þeim nýju viðhorfum sem komið hafa fram í þeim málum. Ég vil óska þess, að umr. um vegáætlun verði hagað með þeim hætti, að hún geti orðið heilleg og að alþm. gefist kostur á að ræða málið í beinu framhaldi af ræðum ráðh. um þau efni.