27.04.1982
Sameinað þing: 81. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 4234 í B-deild Alþingistíðinda. (3902)

364. mál, utanríkismál 1982

Viðskrh. (Tómas Árnason):

Herra forseti. Hér er um það að ræða að fresta umr. núna þegar klukkuna vantar korter í 5 eða kl. 5, og það liggur fyrir að sá þm., sem næstur ætlar að taka til máls, hefur látið í ljós þá skoðun, að hann muni ekki geta lokið sinni ræðu. Mér finnst varla efni til þess af þessari ástæðu fyrir hv. 1. þm. Reykv. að gera úr þessu eitthvert „drama“ hér á Alþingi. Mér finnst þetta eðlileg vinnubrögð af hálfu forseta, eins og málavextir eru, og vil láta það í ljós. (GH: Er nokkur trygging fyrir að það verði byrjað á utanríkismálum þegar fundur hefst að nýju, ef byrjað er á vegamálum þegar samgrh. er ekki viðstaddur?)