27.04.1982
Sameinað þing: 81. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 4234 í B-deild Alþingistíðinda. (3905)

364. mál, utanríkismál 1982

Eiður Guðnason:

Herra forseti. Ég vil aðeins staðfesta það sem hér hefur þegar raunar komið fram, að ég tjáði forseta er hann spurði mig, að ég mundi ekki verða búinn að ljúka máli mínu þegar fundi yrði frestað. Hann bauð mér þá að byrja mína ræðu kl. 8.30 í kvöld, þegar fundi verður fram haldið, og ég kaus það eðlilega miklu heldur en slita hana sundur í parta. Ég verð að segja eins og er, að mér finnst þetta fullkomlega eðlileg og góð fundarstjórn raunar.