27.04.1982
Sameinað þing: 81. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 4262 í B-deild Alþingistíðinda. (3910)

364. mál, utanríkismál 1982

Haraldur Ólafsson:

Herra forseti. Það er fyrst eitt mál sem ég vildi minnast á áður en ég fer að ræða um meginefni það sem ég ætla að tala um í kvöld. Mér virðist sem þessi háttur á umr. um utanríkismál sé með öllu óhæfur.

Það er fráleitt að slíta umr. sundur á þann hátt sem ger er, að margar vikur líði á milli framsögu utanrrh. um hina mjög svo mikilvægu skýrslu sem árlega á að vera grundvöllur þessarar umr., og umr. um hana nú sýnist mér að geri alla umfjöllunina harla marklitla. Við höfum t.d. í dag og í kvöld orðið vitni að því, að máli er einkum beint til fjarstaddra manna m.a. utanrrh. Þetta er eins og að hrópa upp í vindinn. Maður hefur einhvern veginn á tilfinningunni að þetta sé ekki ætlað neinum viðstöddum, heldur einhverjum sem eru í órafjarlægð. Ég held að í framtíðinni sé full ástæða til þess að endurskoða þennan hátt á umr. Ég tel að hér sé um svo mikilvægan málaflokk að ræða, að 2–3 daga umræða sé hið minnsta sem ætla mætti til þess arna.

Það er ákaflega merkileg að hlust á það sem hér kemur fram. Ég varð fyrir nokkrum vonbrigðum með ræðu hv. 4. þm. Reykv. Mér virtist að í upphafskaflanum boðaði hann að hann mundi nú gera betur en „kansellífólk“ og jafnvel sumir hinna fjarstöddu hefðu gert í að leiðrétta heimsmyndina og þær skekkjur sem í skýrslu utanrrh. hefðu komið fram. En eftir hálfs annars tíma ræðu sátum við uppi með harla kunnuglegt efni. Og þó að hann færi bæði út fyrir New York Times og Tímann, m.a. í Adelphi-papers, þá virtist mér ekki harla margt þar þess eðlis, að ástæða væri til að hrósa því sérstaklega fyrir að veita manni nýja sýn á málin. Að öðru leyti ágæt ræða.

En það sem ég held að sé eiginlega og hljóti að vera okkar meginviðfangsefni í umr. um utanríkismál, eru utanríkismál Íslands. Og nú vil ég alls ekki draga neina dul á það, að ég tel að þau verði ekki rædd án tengsla við alþjóðamál yfirleitt og einkum þó það sem er að gerast í okkar heimshluta. Það er augljóst mál, að það, sem er að gerast núna í Ameríku og Evrópu í samskiptum austurs og vesturs, hlýtur að snerta okkur mjög. Við komumst ekki hjá því að taka mið af því sem risaveldin aðhafast, og við hljótum einkum og sér í lagi að veita athygli öllum þeim hræringum sem eru í þeim löndum sem okkur standa næst, þ.e. Norðurlöndunum og Vestur Evrópuríkjunum.

Það eru eiginlega tvö atriði, sem ég hef einkum saknað að. ekki hefur verið fjallað um nógu rækilega, hvorki í þeim ræðum, sem ég hef hlýtt hér á, né í skýrslu utanrrh. Það eru annars vegar þær hugmyndir, sem uppi eru um friðunarráðstafanir hér á Norður-Atlantshafi, utan hvað vikið var að tillögum framsóknarmanna um það efni nokkuð gálauslega, fannst mér, og hins vegar var ekki minnst einu orði á þær hræringar sem nú eru að gerast í Vestur-Evrópu, þar sem allt virðist benda til þess-að Efnahagsbandalagsríkin séu að færast allmiklu nær hvert öðru en verið hefur og hina stjórnmálalega og þar með trúlega hernaðarlega samvinna þeirra að stóraukast. Ég held að þetta sé mál sem við verðum að fylgjast mjög rækilega með, og mér býður í grun að það sem er að gerast í Brüssel þessa mánuðina og næstu árin, geti sett Íslendinga í nokkurn vanda, ef ekki er rækilega fylgst með. Sömuleiðis hlýtur okkur að varða miklu hvað gerist á Norðurlöndum, því að það eru þó þau ríki sem eðlilegast er að við höfum mikla samvinnu við, höfum nú þegar, en að við fylgjumst með þeim, og ég held að við verðum að beina athyglinni mjög að því sviði á næstunni.

Ef ég tek fyrir meginefni þess sem ég ætla að segja hér, þá snertir það tillögu okkar nokkurra framsóknarmanna um að efnt verði til ráðstefnu um vígbúnað og hernaðarumsvif á Norður-Atlantshafi. Er þá haft í huga að slíkur fundur eða slík ráðstefna geti orðið upphaf að aðgerðum til að draga úr spennu á þessu svæði. Þó að manni detti í hug sú dálítið kostulega hugmynd, að sumum standi meiri uggur af friðarhreyfingum en herjum, þá er því öfugt, farið með mig. Ég viðurkenni fúslega að friðarhreyfingar eru af mörgu tagi, en allmiklu þægilegri og þokkalegri félagsskap held ég að maður finni þar yfirleitt en þar sem vígbúnaður og hernaður er: allsráðandi.:

Varnir Íslands eru kannske fyrst og fremst fólgnar í því að friður haldist, Það hlýtur að vera eitt okkar meginviðfangsefni, okkar meginverkefni að, gera það sem við megum til að stuðla að friði. Við vitum ákaflega vel að í ófriði er staða okkar harla veik, að hún er nær — ég vil ekki segja vonlaus, en alla vega vonlítil., Í raunverulegum ófriði er Ísland harla illa statt. (Gripið fram í: Allir.) Allir að vísu, en ég: er að tala um Ísland. Varnir Íslands eru þess vegna fyrst og fremst fólgnar í að, friður haldist, og þar af leiðandi hlýtur það að vera okkur mikið áhugamál, að í okkar heimshluta sé gengið þannig frá málum að sem mest sé dregið úr spennu. Aukin hernaðarumsvif á Norðaustur-Atlantshafi, hvort sem það eru hernaðarumsvif Bandaríkjanna eða Sovétríkjanna, án þess að ég leggi nokkurn dóm á þau ríki út af-fyrir sig, ógna Íslandi. Það er alveg augljóst mál að eftir því sem Norður-Atlantshafið er frekar en áður hugsanlegur vígvöllur, þá versnar okkar staða. Ég er ekki með þessu að Segja, að Íslendingar eigi að segja sig úr Atlantshafsbandalaginu eða leggja, hér niður herstöðina. Ég hef að undanförnu rætt við erlenda framámenn, bæði fræðimenn og stjórnmálamenn, sem fyrir nokkrum árum töldu að herstöðina hér ætti að leggja niður, að Ísland ætti að losa sig úr Atlantshafsbandalaginu. Margir þessara menna hafa algerlega skipt um skoðun, vegna þess að slíkt mundi þegar raska jafnvægi á þessum slóðum. Einungis með því að halda því sem er getum við forðast röskun sem mundi skapa aukna hættu. Ef við ætlum að draga úr hernaði eða draga úr herstöðinni á Íslandi, þá hlýtur það að vera í sambandi við samdrátt annars staðar í Evrópu.

En svo að ég komi að þessari hugmynd um ráðstefnu um afvopnun, þá tel ég að hún eigi fyrst og fremst að vera til upplýsinga um það, hvað er að gerast í kringum okkur, hún eigi að vera til upplýsinga um þá „strategíu“, um þann herbúnað sem hér er. Ég held að slík ráðstefna mundi ekki í einu vetfangi breyta mjög miklu, en hún mundi beini athygli heimsins að þessum svæðum og gera okkur og öðrum þjóðum ljóst hvað hér er í húfi. Og það gæti einnig orðið til þess að ýta undir samhliða samdrátt í vígbúnaði á Atlantshafi og í Evrópu.

Margir segja að þetta sé út í bláinn, þetta sé hugsjón ein, það séu raunverulega risaveldin sem öllu ráði, og ekkert verði gert í þessum málum nema í samningum þeirra á milli. En gæti ekki verið hugsanlegt að einmitt slíkar fundur, slíkt upplýsingastreymi gæti orðið til þess að þetta svæði yrði tekið með þegar risaveldin eru að semja sín á milli um samdrætti herafla? Ég held að það væri nær fyrir fulltrúa flokkanna að sameinast, að koma til móts við okkur um þessa tillögu, að vinna að henni saman, heldur en að gera veikburða tilraunir til að gera þessa hugmynd hlægilega. Og ég held líka að við megum vara okkur á því að vera of uppteknir af því sem stórveldin eða sérfræðingar þeirra skrifa. Ég held nefnilega að smáþjóðirnar geti haft og hafi miklu hlutverki að gegna þegar rætt er um afvopnun og samdrátt herafla. Við vitum þegar hve t.d. hið raunverulega kjarnorkuvopnalausa svæði á Norðurlöndum stuðlar að jafnvægi hér í norðurálfu heims. Og við gleymum því líka, að einmitt á þessum slóðum er eitt af þeim svæðum jarðarinnar þar sem hernaður er með öllu bannaður, hvers kynd hernaður sem er og hvers kyns hertæki sem eru. Ég á hér við Svalbarða og Svalbarðasamninginn. Svalbarðasamningurinn bannar allan herbúnað á Svalbarða og er að því leiti sambærilegur við samninginn um Suðurskautslandið frá 1959. Ég held að það væri mjög auðvelt að útvíkka þetta smám saman — þetta gerist ekki í einu, þetta gerist á löngum tíma, — að útvíkka smám saman Svalbarðasamninginn eða hafa Svalbarða sem nokkurs konar upphaf að frekari friðun hér í Norðaustur- Atlantshafi. Þær þjóðir, sem kæmu til með að koma til slíkrar ráðstefnu, væru að sjálfsögðu þær þjóðir sem eiga land að Norðaustur-Atlantshafi, auk þeirra þjóða sem hafa þar einhvern herbúnað nú þegar, t.d. Bretar, Frakkar, hugsanlega Þjóðverjar og svo náttúrulega Bandaríkjamenn og Sovétríkin og Norðurlandaþjóðirnar. Ég held að það væri auðvelt að afmarka þau lönd sem ættu að taka þátt í slíkri ráðstefnu eða bjóða til slíkrar ráðstefnu.

Í framhaldi af þessu skulum við minnast þess, að Ísland er eitt af sex ríkjum, sem liggja að innhafinu sem fellur hér að norðurströnd landsins, þ.e. Norður-Íshafinu. Þetta svæði er að mörgu leyti mjög mikilvægt hernaðarlega og sennilega á mörgum sviðum. Löndin, sem liggja að Norður-Íshafinu, eru Sovétríkin, Kanada, Bandaríkin, Grænland, Ísland og Noregur. Ég vil benda á grein um þetta svæði, um Norður-Íshafið, sem birtist í Foreign Affaires, haustheftinu í fyrra, grein eftir Lincoln Blumfield, þar sem hann hreyfir þeirri hugmynd að Norður-Íshafið verð gert að því sem hann kallar „conflict free zone“, þ.e. að þetta verði friðað svæði. Og hann rifjar upp — ef ég má fylgja fordæmi hv. 4. þm. Reykv. og vitna til fínna manna, þá ætla ég nú að bitna til hvorki meira né minna en Mackinder, sem sagði að nöf heimsins, sem öxull veraldarinnar snérist í, væri þar sem stórfljót Evrasíu rynnu í Norður-Íshafið. Vísindamenn og herfræðingar nútímans mundu vissulega taka undir þetta með Mackinder. Það eru að vísu rúm 70 ár síðan ann sagði þetta, og þá fannst mönnum þetta hlægilegt, en núna hlær enginn lengur að þessu með þeim vígbúnaði sem þar er og að þarna yfir liggja skemmstu leiðirnar milli risaveldanna. Sovétríkjanna og Bandaríkjanna. Það er yfir þetta svæði sem eldflaugarnar munu fara ef svo hörmulega vill til að einhvern tíma verð ýtt á hnappinn. Og minnast má kenninga Vilhjálms Stefánssonar um mikilvægi norðurhjarans. Þessi hugmynd Blumfields er mjög skemmtileg vegna þess að hún snertir þá hugmynd sem við hreyfum í okkar þáltill., að það gæti verið upphaf að mjög fróðlegum og alvarlegum viðræðum um norðursvæðin úr frá hernaðarlegu sjónarmiði og út frá því sjónarmiði að nýta þau sameiginlega og koma í veg fyrir með samningi og víðtæku samkomulagi að þar verð spillt náttúru. Það er nú þegar allmikil olíuborun í Norður-Íshafinu, í Prudhoe í Alaska og Beufort-hafinu við Kanada, en taliðn er að um 50% af þeirri olíu, sem Sovétríkin eiga eftir, séu á landgrunni þeirra, og þetta landgrunn er að mestu leyti landgrunnið út í Norður-Íshafið. Það er öllum kunnugt að slys í sambandi við olíuborun í köldum sjó geta verið gífurlega afdrifarík. Olían flýtur þar geysilengi og hún getur valdið gífurlegu tjóni, gífurlegum skaða. Það er því næsta brýnt að unnið verði að því að við olíuborum, hvort sem hún fer fram á landgrunni Sovétríkjanna eða Kanada og Ameríku, sé gengið tryggilega frá öllum umbúnaði svo að hið mikilvæga dýralíf, sem er í Norður-Íshafinu, bíði ekki tjón af hugsanlegum slysum á því sviði.

Í framhaldi af þessu vildi ég aðeins minnast á það fólk sem býr á þessu svæði. Það er augljóst mál og ég held að allir séu sammála um það hér, að Íslendingar eigi að hafa náið og gott samstarf við Grænlendinga. En það eru fleiri þjóðir á þessum slóðum sem við þurfum að hafa samband við og ég tel að við eigum að ræða við norðursvæðin. Það eru Samarnir, frumbyggjar Skandínavíu, búsettir í Norður-Noregi flestir, og það eru Indíánar og Inúítar í Kanada og Alaska. Þessar þjóðir hafa nú þegar stofnað með sér samtök sem hugsanlega eiga eftir að verða mikilvægt pólitískt afl og eiga að vera þátttakendur í umræðum um allt sem snertir norðursvæðin.

Ég ætla ekki að lengja þetta. Ég vil aðeins undirstrika mikilvægi þess, að við ræðum af alvöru um þá hugmynd að taka hér upp viðræður við þær þjóðir, sem málið snertir, um vígbúnað í Norður- og Norðaustur-Atlantshafi. Ég held að það sé okkur næsta mikilvægt að draga hér úr spennu eftir því sem unnt er, en jafnframt verðum við að gæta þess, að það gerist ekki á þann hátt að við fjúkum út í aðgerðir vanhugsað, heldur einmitt gerum ekkert það sem geti raskað jafnvæginu og að breytingar hér gerist í samræmi við breytingar annars staðar í Evrópu og á norðurslóðum.

Ég vil í því sambandi líka benda á að fram undan er aukaþing Sameinuðu Þjóðanna um afvopnun. Það hefur oft verið talað um að Sameinuðu Þjóðirnar hafi litlu komið áleiðis. Frá því að fyrsta samþykkt allsherjarþingsins var gerð, og sú fyrsta samþykkt var reyndar um að kjarnorku skyldi einungis nota í friðsamlegum tilgangi, hafa legið fyrir hundruð tillagna og verið gerðar samþykktir svo tugum og hundruðum skiptir um afvopnun og friðun. Ég held að engum geti dulist að þessar umræður eru jákvæðar þótt árangurinn hafi oft verið sorglega lítill. Einmitt á sviði afvopnunarviðræðna hafa smáþjóðirnar mjög gott tækifæri til þess að láta að sér kveða, að koma með hugmyndir til þess að ýta á ákveðnar aðgerðir. Og meðal þeirra hugmynda sem hvað efstar eru á baugi núna í afvopnunar- og friðarviðræðum hinna ýmsu stofnana Sameinuðu Þjóðanna og eins meðal frjálsara friðarsamtaka eða samtaka hálfopinberra aðila, sem vinna að afvopnunarmálum, eru einmitt hugmyndir um friðuð svæði, það eru hugmyndir um kjarnorkuvopnalaus svæði og það eru hugmyndir um svæði þar sem allur herbúnaður er mjög takmarkaður. Það eru t.d. núna uppi hugmyndir um að Afríka verði gerð að kjarnorkuvopnalausu svæði og unnið er að því að allar þjóðir Ameríku undirriti samninginn um kjarnorkulausa Suður-Ameríku, sem reyndar flest ríkin þar hafa undirritað, en nú er talið að líði að því að þau undirriti það öll. Og í gildi er samþykkt um friðun Indlandshafs. Ég held að við getum lagt okkar lóð á vogarskálinu með því að þrýsta á hugmyndina um samdrátt á vopnabúnaði á Norðaustur- Atlandshafi með það fyrir augum, að þetta svæði verði smám saman friðað, að allt Norður-Íshafið verði vopnlaust svæði.