27.04.1982
Sameinað þing: 81. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 4271 í B-deild Alþingistíðinda. (3913)

364. mál, utanríkismál 1982

Friðrik Sophusson:

Herra forseti. Það er orðið mjög framorðið og ég mun þess vegna hafa mín orð fá og ræðu stutta. Það eru örfá átriði sem ég vil gera að umtalsefni.

Það fyrsta, sem blasir við þegar þessum umr. fer senn að ljúka, er að sjálfsögðu sú staðreynd, að enginn Alþb. maður hefur tekið til máls í þeim. (Félmrh.: Þeim verður frestað, hv. þm.) Enginn Alþb.-maður hefur þorað að taka til máls í þessum umr„ og hæstv. félmrh. kallar hér fram í að þeim verði frestað, af þeirri augljósu ástæðu að eini maðurinn sem hefur leyfi til að tala um utanríkis- og alþjóðamál í liði þeirra Alþb.-manna, þurfti að skreppa út fyrir landsteinana, Þar sem hann er ekki við eru hinir allir mállausir. Þetta hlýtur að vera það sem hefur sett mark sitt á þessar umr. í dag og sýnir að enginn má taka til máls um utanríkis- og alþjóðamál nema hv: þm. Ólafur Ragnar Grímsson.

Annað atriði sem ég vil minnast á og þakka fyrir, er það sem kom fram í ræðu hæstv. viðskrh., sem nú fer með utanríkismálin, og birtist á þskj. í dag. Það er sú staðreynd að fram er komið frv.um Alþjóðaorkumálastofnunina, sem, heitir reyndar um neyðarbirgðir olíu, ef ég man rétt en er að sjálfsögðu frv. þess efnis að Ísland geti gerst aðili að Alþjóðaorkumálastofnuninni. Hér er um mikið öryggisatriði að tefla sem Alþingi hefur fjallað um á fundum sínum. Ég vil óska hæstv ráðh. til hamingju með að hafa tekist í ríkisstj. þrátt fyrir afstöðu Alþb., að ná þessu máli fram, þótt það sé fullseint á þessu þingi og litlar vonir til að frv. verði að lögum.

Þá langar mig að minnast á eitt mál sem kemur fram í þessari skýrslu, á bls. 25, þar sem, er skrá yfir framlög Íslands vegna þróunaraðstoðar,árin 1971–1982 í þús. kr, par er sagt að til Þróunarsamvinnustofnunar Íslands renni rúmar 10 millj., sem er rétt. Þetta et það sem kom fram í fjárlagafrv, En það er athyglisvert og hefur ekki komið fram í umr., að þegar fjmrn: var spurt um niðurskurð var þessi upphæð skorin niður um 10%, sem var langt umfram þau 6% sem hinn almenni niðurskurður náði til. Þessa tölu þarf þess vegna að leiðrétta. Mér er þó sagt og skal frá því segja, að þetta skipti í sjálfu sér ekki, miklu máli þar sem lán komi á móti þessari upphæð. En það sýnir betur en margt annað hvernig hæstv. ríkisstj. hagar sínum málum í þeim efnum að koma með gerviniðurskurð sem síðan er brúaður með lánum. Á þetta vildi ég minnast, því að þessar upplýsingar hafa ekki komið,opinberlega fram áður svo ég viti.

Þá langaði mig til að minnast á þann mikla tillöguflutning sem hefur verið hafður í frammi á hv. Alþingi í vetur um einstakar þjóðir og lönd og ástand víðs vegar í heiminum, svo sem Tyrkland, El Salvador og Suður Afríku. Tillögur um ástand í þessum heimshlutum, þessum löndum, hafa verið bornar upp á Alþingi verið ræddar og sendar til nefndar. Þetta er í sjálfu sér ekki einsdæmi að sé gert, hér í sölum hv. Alþingis. Þó er talsvert nýnæmi hve margar tillögur berast um þetta efni, og hlýtur að vera umhugsunarefni, ef þeim fjölgar á næstunni, hvort ekki sé ástæða til að taka þá fyrir ástand í öllum þeim aragrúa ríkja þar segir við getum ekki sætt okkur við ríkjandi ástand. Ég hef dálítið velt því fyrir mér, hvaða tilgangi slíkur tillöguflutningur þjónar og skil mætavél að auðvitað er þetta gert í auglýsingarskyni. Það er einn þáttur þessara mála og síst lítilvægari en aðrir. En þegar maður reynir að átta sig á því, hvaða gagn þetta geri, þá hugsa ég að það sé heldur takmarkað.

Það er hins vegar ástæða fyrir okkur að gera okkur ljóst sem smáþjóð hvernig við getum bætt ástandið í heiminum. Mín skoðun er sú, að það getum við fyrst og fremst gert með því að leggjast á sveif með þeim þjóðum sem harðast berjast fyrir auknum grundvallarmannréttindum, Það er sama hvaða þjóð á í hlut. Við eigum að gera þær kröfur og fylgja þeirri stefnu og berjast við hlið þeirra sem vilja að grundvallarmannréttindi séu viðurkennd alls staðar. Við höfum skrifað undir slíka sáttmála, bæði á vegum Sameinuðu þjóðanna og eins á vegum Evrópuráðsins, og við eigum að vinna að þessu alveg burt séð frá því, hvað löndin heita þar sem mannréttindi eru fótumtroðin.

Ég vil lýsa sérstakri ánægju minni með þann texta sem kemur fram í skýrslu hæstv. utanrrh. varðandi málefni Mið-Ameríku um þetta atriði, þar sem því er lýst, að það eru einmitt mannréttindin sem eru kjarni vandamálanna þar. Þar þarf að vinna að almennri menntun og efnahagslegri uppbyggingu. Og kannske er mesta hættan, sem á fyrir þessum þjóðum að liggja sem búa í Mið-Ameríku, að lenda undir járnhæl kommúnismans, eins og rækilega er skýrt frá í skýrslu hæstv. utanrrh, á bls 5. Þar er réttilega bent á að þegar svo er komið, að þessi ríki lúta alræðisvaldi kommúnismans, þá verður ekki tóm til að skoða hug sinn að nýju. Og bent er á að næg dæmi sanni það.

Á bls: 7 í skýrslunni er fjallað um Madrid-ráðstefnuna. Ég ætla ekki að vitna til þess kafla, en vil þó undirstrika það sem kemur fram um ágreiningsmálin á Madrid-ráðstefnunni, sérstaklega þá þætti sem um er getið í töluliðum 2, 3 og 4,, en það eru einmitt þeir þættir í Helsinkisáttmálanum sem fjalla um mannréttindi: Við getum rætt um afvopnun og vissulega er vígbúnaðarkapphlaupið stærsta mál sem við fylgjumst með og okkur stendur stuggur af. En þegar grannt er skoðað má vera að einmitt skortur á umburðarlyndi, lítill skilningur á grundvallarmannréttindum sé undirstöðuvandamálið og það sé einmitt á því sviði sem nauðsynlegast sé fyrir okkur að berjast, vegna þess að ef okkur tekst ekki að vinna mannréttindum fylgi meðal allra þjóða, þá er ávallt sú hætta fyrir hendi, að einræðisherrar verði sinni þjóð og öðrum hættulegir. Ég bendi á það sem þarna kemur fram vegna þess að það er augljóst að austantjaldsmenn hafa ekki sinni í neinu lokasamþykkt Helsinki-sáttmálans: Það skortir mikið á að svo sé.

Ég vil þess vegna skora á hæstv. viðskrh., sem kemur því væntanlega til skila til hæstv. utanrrh. og til ríkisstj. allrar, að hún verði á varðbergi hvað þetta atriði snertir sérstaklega, því að það er algerlega gagnslaust að efna til. friðarhreyfinga og friðargangna í hinum vestræna heimi, þar sem skoðanafrelsi ríkir, á meðan við vitum að fólk austan járntjalds hefur ekki rétt til að láta skoðanir sínar í ljós og friðargöngum, sem hefur verið stefnt austur fyrir járntjald, hefur verið snúið aftur. Slíkur einhliða málflutningur eykur aðeins á spennuna og hættuna. Til þess að byrja á byrjuninni eigum við sem smáþjóð, sem á allt sitt undir friðvænlegum horfum og heimi þar sem friður ríkir, að leggja okkar lóð á vogarskálarnar í þessum efnum: Þarna er undirstaðan, þarna er byrjunin. Og ég er viss um að þarna getum við allir, í hvaða pólitískum flokki sem við erum, verið sammála.

Í þessu sambandi vil ég Sérstaklega nefna einn þátt: Það er þáttur sem kemur fram á bls. 186 í skýrslu þeirri; sem gefin er út af utanrrn, um þátttöku; Íslands í 36. Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, um mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna, Á bls: 186 og 187 er sagt frá tillögu sem Costa Rica og Norðurlandaþjóðir ásamt 16 öðrum löndum hafa flutt og gerir ráð fyrir að sett verði á stofn embætti. mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna. Þessari tillögu hefur verið vel tekið af flestum þjóðum, en þó hefur það gerst, að ýmsar þjóðir, sem eitthvað hafa að fela; þjóðir á borð við Kúbu; Alsír, jafnvel Júgóslavíu, hafa ekki viljað taka skrefið til fulls. En það er einmitt á slíkum sviðum sem ég held að víð Íslendingar eigum að leggja hart. að okkur að fylgja eftir tillöguflutningi á borð: við þennan.

Á þetta vil ég minnast vegna þess að allt of oft í þessum umræðum hjökkum við í sama farinu í afvopnunarmálunum. Skal ég þó fúslega viðurkenna að það eru mál sem eru mikilvægust. En okkur hættir stundum til að gleyma því, að forsendan fyrir friði er að allar þjóðir virði mannréttindi, skoðanafrelsi og skapi það aðhald að ríkisstjórnum að hægt sé að treysta því, að ef vitfirrtir ráðamenn ætla,að leiða heiminn í glötun þá sé von til þess, að innan ríkisins í landinu sjálfu séu aðilar sem geti risið upp og mótmælt; eins og við þekkjum að gerist þar sem lýðræði ríkir að vestrænni fyrirmynd.

Herra forseti. Þessi ræða er ekki löng og kannske ekki mjög efnismikil. En mér þótti eftir atvikum rétt að sjónarmið á borð við þetta yrði rætt sérstaklega í þessum umr. Ég tel að einmitt á þessu sviði getum við Íslendingar lagt mikið af mörkum og kannske meira er ef við setjum okkur á háan hest og teljum okkur vera færa til að segja öðrum þjóðum beinlínis fyrir verkum í flóknum deilumálum, eins og okkur hættir oft til.