28.04.1982
Efri deild: 75. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 4278 í B-deild Alþingistíðinda. (3919)

2. mál, Listskreytingasjóður ríkisins

Frsm. (Davíð Aðalsteinsson):

Herra forseti. Menntmn. hefur fjallað um frv. til laga um Listskreytingasjóð ríkisins. Eins og kunnugt er hefur þetta mál verið alllengi til meðferðar hér í þinginu. Voru gerðar smávægilegar breytingar á því í Nd. Menntmn. þessarar hv. deildar hefur ekkert við þær breytingar að athuga né frv. að öðru leyti. Um það ríkti algjör samstaða í nefndinni. Nefndin mælir með því, að frv. verði samþykkt eins og það var afgreitt frá Nd.

Fram skal tekið að Þorv. Garðar Kristjánsson og Ólafur Ragnar Grímsson voru báðir fjarverandi afgreiðslu málsins.

Nefndin leggur eindregið til að frv. verði samþykkt.