28.04.1982
Efri deild: 75. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 4282 í B-deild Alþingistíðinda. (3941)

291. mál, lagmetisiðnaður

Frsm:

minni hl. (Eiður Guðnason): Herra forseti. Svo sem hér hefir verið rakið fjallar þetta frv. um beiðni stjórnar Sölustofnunar lagmetis um að framlengja um eitt ár til viðbótar núverandi starfsréttindi stofnunarinnar sem eiga að falla úr gildi um næstu áramót:

Það var ekki ofmælt hjá hv. 3. þm. Vesturl., formanni iðnn. þessarar hv: deildar, að bryddað hafi á skiptum skoðunum um þetta frv. Ég held að það megi hiklaust fullyrða að í ljós hafi komið í viðræðum nefndarinnar við þá aðila, sem þetta mál snertir, að skoðanir um ágæti frv: voru vægast sagt mjög skiptar:

Mér finnst eðlilegt og sjálfsagt að sölusamtök í lágmetisiðnaði starfi á sama grundvelli og önnur útflutningssamtök. Það virðist alveg ljóst að viðleitni löggjafans til þess að efla samtök og samvinnu með niðurlagningarverksmiðjum hefur ekki borið þann árangur sem til var ætlast í upphafi. Mér sýnist því eðlilegast að þessi umræddu lög falli úr gildi um næstu áramót, svo sem samþykkt var hér á Alþingi í fyrra, og þeir aðilar, sem eftir þessum lögum starfa, hljóta auðvitað að hafa reiknað með. Ég hef ekki heyrt nein þau rök er mæli með framlengingu laganna, og því legg ég til að frv. það, sem hér liggur nú fyrir, verði fellt.