28.04.1982
Efri deild: 75. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 4286 í B-deild Alþingistíðinda. (3947)

211. mál, verðlag og samkeppnishömlur

Frsm. (Guðmundur Bjarnason):

Herra forseti. Fjh.og viðskn. Ed. hefur tekið til athugunar frv. til I. um breytingu á lögum nr. 56/1978, um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti, sbr. lög nr. 13/1979, um breytingu á þeim lögum. Frv. þetta var búið að vera til athugunar í Nd. og þar hafa verið gerðar á því nokkrar breytingar. Voru það breytingar sem komu frá fjh.- og viðskn. Nd., svo og mun við 3. umr. hafa verið samþykkt þar brtt. við 2. gr. frá hv. þm. Sighvati Björgvinssyni og Matthíasi Bjarnasyni.

Fjh.- og viðskn. Ed. fór yfir þetta mál og varð sammála um að mæla með samþykkt frv. eins og það kemur frá Nd. Einstakir nm. áskilja sér þó rétt til að flytja eða fylgja brtt.

Hv. þm. Ólafur Ragnar Grímsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins, en undir nál. rita Guðmundur Bjarnason, Eiður Guðnason með fyrirvara, Lárus Jónsson með fyrirvara, Davíð Aðalsteinsson og Gunnar Thoroddsen.