28.04.1982
Efri deild: 76. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 4304 í B-deild Alþingistíðinda. (3998)

58. mál, skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði

Frsm. 1. minni hl. (Guðmundur Bjarnason):

Herra forseti. Fjh.- og viðskn. hefur fjallað um frv. til laga um sérstakan skatt á verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Nefndin klofnaði í afstöðu sinni til máls þessa-þetta er gamall kunningi hv. þm. — og klofnaði nefndin í þrjá minni hluta. Fjarverandi við afgreiðslu málsins í nefndinni var hv. þm. Ólafur Ragnar Grímsson, en við í 1. minni hl. leggjum til að frv. verði samþ. Undir það nál. skrifa Guðmundur Bjarnason, Davíð Aðalsteinsson og Gunnar Thoroddsen.