28.04.1982
Efri deild: 76. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 4304 í B-deild Alþingistíðinda. (3999)

58. mál, skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði

Frsm. 2. minni hluta (Lárus Jónson):

Herra forseti. Þetta frv. felur í sér framtengingu á sérstökum skatti á verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Hér er um mjög óréttláta skattlagningu að ræða, mismunun á atvinnugreinum. Skattur þessi gefur ríkissjóði aðeins 32 millj. kr. á þessu ári, sem er ekki nema rétt um helmingur af því sem tekjuskattur hækkar umfram fjárlagaáætlun samkvæmt nýjustu upplýsingum. Sjálfstfl. hefur fyrr og síðar verið á móti þessum skatti og mér hefur heyrst á Framsfl. a.m.k. hefur hann gefið digrar yfirlýsingar á stundum að hann væri á móti þessum skatti. Engu að síður leikur mér mikil forvitni á að sjá hæstv. forsrh. greiða atkvæði og hæstv. viðskrh.