29.04.1982
Sameinað þing: 83. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 4359 í B-deild Alþingistíðinda. (4084)

117. mál, lækningarmáttur jarðsjávar við Svartsengi

Frsm. (Jóhanna Sigurðardóttir):

Herra forseti. Allshn. hefur haft til umfjöllunar till. til þál. um könnun á lækningarmætti jarðsjávar við Svartsengi, 117. mál þessa þings. Nefndin fékk umsögn frá landlækni, læknadeild Háskólans, Samtökum psoriasis- og exemsjúklinga, Læknafélagi Íslands og Hitaveitu Suðurnesja, og var í umsögnum þessara aðila lýst jákvæðri afstöðu til till. Fram kemur í umsögnum að sú könnun, sem till. gerir ráð fyrir, væri þegar hafin.

Með tilliti til þessa hefur allshn. gert breytingu á tillgr., sem fram kemur á þskj. 661 og er svohljóðandi, með leyfiforseta:

Tillgr. orðist svo:

Alþingi ályktar að leiði könnun, sem nú fer fram á lækningarmætti jarðsjávar við Svartsengi, til jákvæðrar niðurstöðu, þá verði þegar unnið að því að koma upp sérstakri aðstöðu fyrir þá sjúklinga sem að læknisráði er talið rétt að noti jarðsjóinn til baða.“

Allshn. leggur til að till. verði samþykkt með þeirri breytingu sem ég hef hér lýst.