29.04.1982
Sameinað þing: 83. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 4359 í B-deild Alþingistíðinda. (4089)

124. mál, sjálfsforræði sveitarfélaga

Frsm. meiri hl. (Jóhanna Sigurðardóttir):

Herra forseti. Allshn. hefur haft til meðferðar till. til þál. um aukið sjálfsforræði sveitarfélaga, en nefndin fékk umsagnir um málið tjá eftirtöldum aðilum: Fjórðungssambandi Norðlendinga, borgarstjórn Reykjavíkur, Bolungarvíkurkaupstað, Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum, bæjarstjórn Keflavíkur, bæjarstjórn Kópavogs, bæjarráði Selfoss og fjmrh.

Eins og fram kemur í nál. á þskj. 698 varð nefndin ekki sammála um afgreiðslu málsins. Meiri hl. n. leggur til að till. verði samþykkt með breytingum sem fram koma á þskj. 699. Meiri hl. leggur til eftirfarandi breytingar, með leyfi forseta:

„Í 1. mgr. komi: Alþingi ályktar að kjósa 7 manna nefnd til — í stað orðanna, „Alþingi ályktar að fela ríkisstj.

2. a-liður 2. mgr. orðist svo: Að skattlagning á tekjum einstaklinga og á eignum einstaklinga og fyrirtækja verði einvörðungu á vegum sveitarfélaga, en tekjuskattur og eignarskattur einstaklinga til ríkissjóðs falli niður svo og eignarskattur fyrirtækja.

Innan rúmra marka, sem m.a. taki mið af tekjujöfnunarmöguleikum skattsins, ákveði sveitarstjórnir álagningarhlutföllin án afskipta ríkisvaldsins.

3. b-liður orðist svo: Að skattar af veltu verði alfarið á vegum ríkissjóðs, en aðstöðugjald til sveitarfélaga falli niður.

4. Í stað orðanna „Að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga þjóni fyrst og fremst“ í d-lið komi: Að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga þjóni í auknum mæli.“

Mælir meiri hl. n., sem ásamt mér skipa hv. þm. Birgir Ísl. Gunnarsson, Halldór Blöndal og Steinþór Gestsson, með að till. verði samþykkt með þeim breytingum sem ég hef hér lýst.