09.11.1981
Neðri deild: 10. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 574 í B-deild Alþingistíðinda. (413)

58. mál, skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði

Viðskrh. (Tómas Árnason):

Herra forseti. Ég kannast ekki við að hafa fengið sent bréf frá Útvegsbankanum.

Það hefur ekki komið til mín enn þá, en það er kannske ekki að marka það vegna þess að ég hef verið lasinn í nokkra daga. Ég kannast ekki við að það hafi borist til mín bréf né heldur að það hafi verið rætt við mig og haft samráð við mig um afgreiðslu þessa máls. En ég er reiðubúinn að ræða málið við hverja þá aðila, sem hafa áhuga á því og gera grein fyrir mínum skoðunum.