30.04.1982
Efri deild: 78. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 4415 í B-deild Alþingistíðinda. (4134)

260. mál, verslanaskrár og veitingasala

Frsm. (Eiður Guðnason):

Herra forseti. Efni þess frv., sem hér um ræðir, er að tryggja að í lögum séu ákvæði um að fyrirtækjanöfn svo og nöfn á atvinnustarfsemi fyrirtækja falli að íslensku máli og málvenjum. Um þetta spunnust nokkrar umr. nú í vetur með tilliti til nafngifta nokkurra veitingastaða, einkanlega hér á höfuðborgarsvæðinu.

Það var allshn. hv. Nd. sem flutti þetta frv. Allshn. þessarar hv. deildar hefur fjallað um málið og mælir með samþykkt frv. eins og það var afgreitt frá Nd.