30.04.1982
Neðri deild: 76. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 4468 í B-deild Alþingistíðinda. (4219)

273. mál, járnblendiverksmiðja í Hvalfirði

Iðnrh. (Hjörleifur Guttormsson):

Herra forseti. Ég mæli hér með frv. til l. um breyt. á lögum nr. 18 frá 11. maí 1977, um járnblendiverksmiðju í Hvalfirði. Þetta er 273. mál Ed. og þaðan komið án breytinga frá upphaflegu frv. og mælti iðnn. ED. með því að frv. þetta yrði samþykkt. Sjálft frv. og mælti iðnn. Ed. með því að frv. þetta yrði samþykkt. Sjálft frv. þetta er fáort, en felur í sér umtalsverðar skuldbindingar fyrir íslenska ríkið. Sú reynsla, sem að baki þeim tölum er sem þar eru fram reiddar, er þannig að það er full ástæða til að gefa þeim gaum.

1. gr. þessa frv. er þannig

1. tölul. 3. gr. saganna breytist svo sem hér segir:

Í stað orðanna „jafnvirði 13.2 millj. bandaríkjadollara í íslenskum krónum“

Grein þessi felur í sér heimild til að hækka hlutafjáreign íslenska ríkisins í íslenska járnblendifélaginu hf. sem þessu nemur, þ.e. úr jafnvirði 13.2 millj. bandaríkjadollara í allt að 19 millj. dollara. Gert er ráð fyrir hækkun um 2.4 millj. dollara 1983 eða síðar, en rétt þykir að hafa lagaheimildina nokkru rýmri í samræmi við framkomnar tillögur, ef ráðlegt þætti á næstu árum að fjármagna stærri hluta af fjárþörf félagsins með hlutafé en þeim mun minni með lánum. Gert er ráð fyrir samsvarandi framlegi hins erlenda samstarfsaðila í fyrirtækinu, þ.e. Elkem A/S, en gert ráð fyrir að það fyrirtæki leggi fram um 2 millj. dollara.

2. gr. þessa frv. er svohljóðandi:

Við 3. gr. bætist nýr tölul., 8. tölul., sem hljóði svo:

Að veita sjálfskuldarábyrgð fyrir 55% af láni, er félagið tekur og í heild nemur allt að 6 millj. bandaríkjadollara eða jafngildi þess í annarri mynt, ásamt vöxtum.“

Grein þessi felur í sér heimild til sjálfskuldarábyrgðar ríkisins á láni sem Járnblendifélagið tekur til að fjármagna rekstur sinn og afborganir lána. Lánið, sem yrði víkjandi gangvart öðrum lánum félagsins, er að upphæð 6 millj. bandaríkjadollara og safnaði upp vöxtum í 5 ár eftir greiðslugetu félagsins á því tímabili. hlutur ríkisins af ofangreindri upphæð nemur 3.3 millj. bandaríkjadollara, en hlutur Elkem A/S er 2.7 millj. dollara. Vextir af láni þessu yrðu 0.5% yfir millibankavöxtum í London eins og þeir eru á hverjum tíma.

Fyrir liggur að án þeirrar fyrirgreiðslu, sem frv. þetta gerir ráð fyrir af hálfu hluthafa, stefnir í gjaldþrot hjá Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga. Um s.l. áramót hafði járnblendifélagið fengið allt það fjármagn sem félaginu var ætlað í upphaflegum áætlunum um fjármögnun félagsins.

Frv. þetta felur í sér tillögu um lagaheimildir sem nauðsynlegar eru til þess að unnt sé að tryggja greiðslustöðu Járnblendifélagsins á komandi árum, byggt á þeim upplýsingum sem raktar eru í grg, með frv. þessu svo og í sérstakri skýrslu frá starfshópi sem iðnrn. skipaði og skilaði áliti 14. mars s.l., en sú skýrsla var send öllum hv. þm. um leið og frv. þetta var lagt fram hér í þingi. Samtals nema þær heimildir til fjárskuldbindinga, sem í frv. felast gagnvart íslenska ríkinu, sem er eignaraðili að 55% hlutafjár, þ.e. hlutafjáraukning, að hámarki 5.8 millj. bandaríkjadala eða 59 millj. ísl. kr. Sjálfskuldarábyrgð er að hámarki 3.3. millj. bandaríkjadala eða 34 millj. ísl. kr. Í heild nemur sú fyrirgreiðsla, sem hér er rætt um og skiptir beinu máli fyrir hluthafa félagsins vegna sjálfskuldarábyrgðar og hlutafjárframlaga, 169 millj. ísl. kr. Þar væri hlutur íslenskra ríkisins 93 millj. kr. er þetta hærri upphæð en fyrir liggur í tilboði sem viðskiptabankar Járnblendifélagsins gerðu um lausn á fjárhagsvanda félagsins eins og hann nú horfir við fyrir árin 1982–985, en tilboð bankanna er kynnt í grg. með þessu frv.

Vonandi er að ekki reynist þörf á að nýta umræddar heimildir að fullu, en það verður auðvitað ekki fullyrt. Sá starfshópur, sem iðnrn. lét yfirfara rekstrar- og greiðslufjáráætlanir Járnblendifélagins, vann mikið starf á stuttum tíma og kemur í skýrslu hans fram, að hann gæti í megindráttum fallist á áætlanir Járnblendifélagsins og það álit þess og sérfræðinga Elkem að þær áætlanir séu í varfærnara lagi. Á hinn bóginn telur starfshópurinn nokkrar líkur á því, að afkoma Járnblendifélagsins verði á næstu árum lakari en þessi áætlun bendir til og fjármagnsþörfin að sama skapi meiri. Engu að síður komst þessi vinnuhópur að þeir niðurstöðu, að áframhaldandi rekstur járnblendiverksmiðjunnar með því sem næst fullum afköstum og án nokkurrar tímabundinnar stöðvunar væri eftir sem áður langhagkvæmasti rekstarkosturinn sem völ væri á. Að áliti starfshópsins helst þessi niðurstaða óbreytt þótt rekstaraðstæður verksmiðjunnar batni ekki frá því sem nú er og jafnvel þó að þær versni enn. Því er starfshópurinn þeirra skoðunar að miðað við allar aðstæður sé rétt að taka fyrrgreindu tilboði bankanna. Hann leggur hins vegar áherslu á að eigendur Íslenska járnblendifélagsins búi sig undir að leggja meira fé til fyrirtækisins á komandi árum, annaðhvort í formi hlutafjár eða víkjandi lána, til að mæta hugsanlega lakari afkomu ef til kemur og/eða draga úr greiðslubyrði fyrirtækisins umfram það sem bankarnir gera ráð fyrir.

Herra forseti. Ég tel ekki ástæðu til að fara fleiri orðum um þetta mál sem kynnt hefur verið allrækilega í þinginu nú þegar. Ég vonast til að ekki reyni á að nota þrifi til fullnustu þær heimildir sem felast í frv., en það þarf að lögfesta á þessu þingi. Að áliti sérfræðinga, sem skoðað hafa málefni Járnblendiverksmiðjunnar, er talið líklegt að ofangreind fjármagnsfyrirgreiðsla nægi til að fleyta Íslenska járnblendifélaginu yfir þá greiðslufjárerfiðleika, sem það nú á við að etja og starfa m.a. af óvenjulega óhagstæðum ytri rekstaraæðstæðum fyrirtækisins. Gangi þær rekstrarspár eftir sem ég hef vitnað til, mun fyrirtækið ekki þurfa að frekari framlögum eigenda sinna að halda. Ástæða er til að vona að bjartara reynist fram undan hjá þessu fyrirtæki en hingað til og þeir fjármunir, sem í það hafa verið lagðir og hér er gerð till. um heimild til þess að bæta við, skili sér til baka er fram líða stundir.

Herra forseti. Ég legg til að að lokinni þessari umr. verði málinu vísað til hv. iðnn.