30.04.1982
Neðri deild: 77. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 4472 í B-deild Alþingistíðinda. (4227)

314. mál, dýralæknar

Frsm. (Stefán Valgeirsson):

Herra forseti. Fyrir þessu þingi hefur legið frv. um dýralækna, en því hefur nú verið vísað af hv. Ed. til ríkisstj. Þar sem landbn. telur mjög brýnt að breyting á dýralæknaskipuninni verði lögfest á þessu þingi hefur frv., sem ég mæli nú fyrir, verið flutt. Ég tel óþarfa að ræða málið frekar, en þar sem nefnd, landbn., flytur frv. legg ég til að því verði ekki vísað til nefndar, heldur til 2. umr. Ég óska mjög eftir því að hæstv. forseti vildi taka frv. fyrir á fleiri fundum þannig að það kæmist til Ed. n.k. mánudag.