03.05.1982
Neðri deild: 78. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 4504 í B-deild Alþingistíðinda. (4261)

228. mál, barnalög

Frsm. meiri hl. (Ingólfur Guðnason):

Herra forseti. Ég mæli hér fyrir nál. frá meiri hl. allshn. um frv. til l. um breyt. á lögum nr. 9 15. apríl 1982.

Nefndin hefur rætt frv. á nokkrum fundum og fengið umsagnir um það frá félmrn., Félagi einstæðra foreldra, Sálfræðingafélagi Íslands og Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar.

Meiri hl. n. er sammála efni frv. og umsagnaraðilum, en þeir telja allir mikla nauðsyn á að aukin verði fjölskylduráðgjöf frá því sem nú er.

Í frv. er gert ráð fyrir að félmrn. skuli starfrækja miðstöð fjölskylduráðgjafar og setja reglugerð þar um. Þar sem hér er um að ræða frv. til l. um breyt. á barnalögum, sem heyra undir dómsmrn., þykir óeðlilegt að sömu lög heyri undir tvö ráðuneyti. Í umsögn félmrn. kemur fram að rn. hefur látið semja drög að lögum um heildarskipulag félagslegrar þjónustu á vegum sveitarfélaga, og er þar m.a. beinlínis gert ráð fyrir að skylt sé að veita ráðgjöf í framangreindum málum.

Með tilvísun til þess, sem að ofan greinir, leggur meiri hl. n. til að frv. verði vísað til ríkisstj.

Undir þetta skrifa Jósef H. Þorgeirsson, Friðrik Sophusson, Eggert Haukdal og sá sem hét stendur.