03.05.1982
Sameinað þing: 86. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 4532 í B-deild Alþingistíðinda. (4294)

210. mál, slysa-, líf- og örorkutryggingar björgunarmanna

Frsm. (Haraldur Ólafsson):

Herra forseti. Allshn. hefur fjallað um till. til þál. um slysa-, líf- og örorkutryggingar þeirra sem að almannavörnum og björgunarstörfum vinna. Nefndin hefur fjallað um tillöguna og er sammála um að þar sé hreyft þörfu máli. Tillagan er svo seint fram komin að ekki gafst tími til að senda hana til umsagnar aðila sem málið snertir. Þar af leiðandi leggur nefndin til að málinu verði vísað til ríkisstj.