04.05.1982
Sameinað þing: 88. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 4597 í B-deild Alþingistíðinda. (4353)

52. mál, iðnkynning

Frsm. (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Ég mæli hér fyrir nál. atvmn. um till. til þál. um íslenska iðnkynningu. Tillgr. hljóðaði svo:

„Alþingi ályktar að feta ríkisstj. í samvinnu við samtök iðnaðarins og neytenda að hrinda af stað kynningu á íslenskum iðnaði, er hafi það að markmiði:

a) að stuðla að aukinni sölu á framleiðslu og þjónustu íslensks iðnaðar,

b) að skapa jákvæðari afstöðu almennings til íslensks iðnaðar,

c) að bæta aðstöðu íslensks iðnaðar.“

Atvmn. varð sammála um að mæla með að till. yrði samþykkt með svofelldu orðalagi:

„Alþingi ályktar að fela ríkisstj. í samvinnu við samtök iðnaðarins og neytenda að hrinda af stað kynningu á íslenskum iðnaði.“