04.05.1982
Neðri deild: 83. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 4625 í B-deild Alþingistíðinda. (4440)

273. mál, járnblendiverksmiðja í Hvalfirði

Frsm. (Skúli Alexandersson):

Herra forseti. Iðnn. hv. deildar hefur fjallað um frv. og mælir með því, að það verði samþykkt. Undirbúningstími, sem við höfðum til að athuga málið, var mjög skammur og gátum við ekki fengið neina til þess að ræða málið við. Páll Pétursson ritar undir nál. með fyrirvara, og ég vil láta það koma fram, að mér var skapi næst að gera það, en ég taldi það ekki rétt þó þar sem ég var formaður iðnn.