04.05.1982
Efri deild: 83. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 4657 í B-deild Alþingistíðinda. (4457)

303. mál, ábyrgð á lánum til kaupa á ferjuskipi Skallagríms

Félmrh. (Svavar Gestsson):

Herra forseti. Það frv., sem ég mæli hér fyrir í fjarveru hæstv. fjmrh., fjallar um heimild fyrir ríkisstj. til að veita sjálfskuldarábyrgð á lánum til kaupa á ferjuskipi Skallagríms. Frv. hefur sætt meðferð í hv. Nd. og var samþ. þar samhljóða. Fjh.- og viðskn. skilaði sameiginlegu áliti um frv., en lagði til að því yrði þó breytt með þeim hætti að við upphaflega 1. gr. þess bættist ný mgr. á þessa leið: „Áður en ábyrgð er veitt skal hlutafé félagsins aukið í samráði við ríkisstj.“ Í frv. er gert ráð fyrir að ábyrgð verði veitt fyrir allt að 80% af kaupverði skipsins samkv. venjulegum reglum. Hér er um það að ræða að skapa forsendur til þess að unnt verði að endurnýja þetta mikilvæga samgöngutæki.

Ég leyfi mér að leggja til, herra forseti, að frv. verði að lokinni þessari umr. vísað til 2. umr. og hv. fjh.- og viðskn.