05.05.1982
Neðri deild: 85. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 4672 í B-deild Alþingistíðinda. (4500)

279. mál, kísilmálmverksmiðja á Reyðarfirði

Stefán Valgeirsson:

Herra forseti. Þingheimur hefur nú hlustað á við hvað við megum búa í Norðurlandskjördæmi eystra, og ef ég hefði verið búinn að hlusta á ræðuna til enda hefði ég ekki beðið um orðið og farið upp í ræðustólinn. Ég ætla ekki að ræða um uppbyggingu á Norðurlandi hér og nú. Það er annað mál sem er verið að ræða um. Ég skal bjóða hv. þm. Halldóri Blöndal að ræða þau mál í okkar kjördæmi. Það kann að vera réttara að kjósendurnir þar skeri úr um hverjir vinna að málefnum Norðurlands. En það þýðir lítið fyrir þm. Norðurlands að ræða það úr þessum stól.