05.05.1982
Neðri deild: 85. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 4682 í B-deild Alþingistíðinda. (4510)

279. mál, kísilmálmverksmiðja á Reyðarfirði

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Ég ítreka enn það sjónarmið sem kom fram við aðra afgreiðslu málsins um eðli þeirrar afgreiðslu sem hér fer fram. Hér er aðeins verið að halda áfram undirbúningi að stofnun kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði þó að reynt sé að láta í veðri vaka að önnur sé sú afgreiðsla sem hér fer fram. Þetta hefur komið fram ítrekað í máli margra alþm., enda frv. svo skilið að upphaflegur tilgangur þess er ekki lengur það sem vakir fyrir mönnum um afgreiðslu mála. Með tilvísun til þess, sem hefur komið fram frá okkur Alþfl. mönnum um eðli þeirrar afgreiðslu sem hér fer fram, segi ég já.