05.05.1982
Neðri deild: 86. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 4715 í B-deild Alþingistíðinda. (4547)

145. mál, málefni fatlaðra

Geir Hallgrímsson:

Herra forseti. Eins og hv. þm. vita hef ég mótmælt þessum kvöldfundi. Það er vissulega mér á móti skapi og ég hygg meginhluta þdm. að sitja nú í umr. hér á Alþingi. En úr því að þetta er okkur ætlað með þeim hætti sem allir vita og ég tel ósanngjarnan, þá hljótum við að fjalla um þau mál sem brýnust eru, og úr því að búið er að ákveða umr. utan dagskrár í Ed. nú í kvöld um álmálið af tilefni viðtala iðnrh. við fjölmiðla tilhljótum við hér í Nd. að gera kröfu til þess, að umr. hér verði einnig á sama tíma. Ég bendi á að eðlilegast er undir þessum kringumstæðum að hafa fund í Sþ. og þá jafnvel í kvöld. En hins vegar, ef samkomulag tekst um það milli deildarforseta og forseta Sþ. og þeirra sem fyrir svörum eiga að vera, þá er ég opinn fyrir slíku samkomulagi og treysti hæstv. forseta að vinda sér í það að koma á því samkomulagi þannig að fullnægt sé þeim rétti sem þm. hafa til þess að ræða þau mál sem brýnust eru hverju sinni.