10.11.1981
Sameinað þing: 17. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 609 í B-deild Alþingistíðinda. (465)

Umræður utan dagskrár

Utanrrh. (Ólafur Jóhannesson):

Herra forseti. Ég get ekki látið hjá líða að mótmæla því algjörlega, að Alþingi verði að taka tillit til funda hjá opinberri stofnun, þó opinber stofnun sé og mikilvæg, utan Alþingis. Það er algjörlega óverjandi. Hvar ættum við þá að staðnæmast? Það eru þm. í bankaráðum. Geta þeir þá farið að boða fund og leggja til að fundum Alþingis sé frestað á meðan? Þetta er óheyrilegt. Þetta er óhæfa. Ég mótmæli því algjörlega.