10.11.1981
Sameinað þing: 17. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 609 í B-deild Alþingistíðinda. (466)

Umræður utan dagskrár

Sverrir Hermannsson:

Herra forseti. Ég mætti kannske benda hæstv. utanrrh. á að reglulegur fundur í Alþingi stendur til kl. 4 að degi til. Það var ekki farið fram á annað en ef svo stæði á eftir reglulegan fund í Alþingi gæfist kostur á að halda þennan fund í stjórn Framkvæmdastofnunar ríkisins af því sem fjölda atvinnufyrirtækja í landinu heldur við stöðvun. — Ekki neina undir þessum skilmálum: eftir reglulegan fund ef þess væri kostur. Engan veginn og aldrei var um það rætt að það sæti fyrir störfum Alþingis, enda aldrei komið til greina og engum dottið í hug.