07.05.1982
Neðri deild: 88. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 4911 í B-deild Alþingistíðinda. (4689)

228. mál, barnalög

Sigurlaug Bjarnadóttir:

Herra forseti. Í nál. meiri hl. n., sem fjallaði um þetta, er lagt til að þessu máli verði vísað til ríkisstj. Ég mun hins vegar greiða atkv. með málinu eins og það liggur fyrir. Mér finnst engin ástæða til að velta þessu máli fyrir sér og bíða eftir því, að einhver heildarlöggjöf um félagslega þjónustu á vegum sveitarfélaga verði að raunveruleika. Það eru bara til drög að þessari löggjöf. Þetta er gott mál og nokkuð brýnt og alls ekki lítið mál, og þess vegna vil ég ekki verða til þess að tefja það frekar og segi því nei.