11.11.1981
Neðri deild: 11. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 638 í B-deild Alþingistíðinda. (485)

73. mál, Framkvæmdasjóður aldraðra

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Ég hef hér eina spurningu til hæstv. hellbr.- og trmrh. Í grg. með þessu frv. segir að hinn 24. júlí hafi ráðh. skipað nefnd sem fékk það hlutverk „að gera tillögur til ráðh. um skipulag heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða, fyrst og fremst með hliðsjón af félagslegum og heilsufarslegum þörfum og sjónarmiðum“. Ég saknaði þess í máli ráðh., að hann gerði þingheimi ekki grein fyrir því, hvað liði störfum þessarar nefndar. Nú eru nær fjórir mánuðir liðnir síðan hún var sett á fót. Ég vil því beina þeirri spurningu til hæstv. ráðh., hvenær við megum vænta þess, að þetta frv. verði lagt fyrir þingið, vegna þess að það væri auðvitað æskilegt að geta fjallað um þessi mál bæði samtímis. Eins leikur mér forvitni á að vita hverjir eiga sæti í þessari nefnd.