15.10.1981
Sameinað þing: 4. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 65 í B-deild Alþingistíðinda. (49)

8. mál, fjarskiptalög

Páll Pétursson:

Herra forseti. Það er fleirum en flm. en flm. þessarar þáltill. ljóst að það þarf að endurskoða fjarskiptalög. Vegna þess að hæstv. samgrh. er ekki staddur í salnum sé ég ástæðu til að upplýsa það, að verið er að skipa nefnd til að endurskoða fjarskiptalögin. Samgrh. óskaði eftir tilnefningu frá stjórnarflokkunum á mönnum í þessa nefnd í fyrra vor, og ég veit ekki betur en hún sé að taka til starfa. Mér er kunnugt um að formaður þessarar nefndar verður fyrrv. samgrh., Halldór E. Sigurðsson. Mér er enn fremur kunnugt um að frá Alþb. tekur sæti í nefndinni hv. þm. Helgi Seljan. Jón Skúlason er í þessari nefnd. Um fleiri nefndarmenn veit ég ekki á þessari stundu.

En ég vil bara vekja athygli á því að málið er í gangi, og ég vona, að þessi nefnd skili áliti innan ekki mjög langs tíma. Ég held að hér sé hreyft þörfu máli. En það er sem sagt komið í gang, og ég held að við þurfum ný fjarskiptalög, um það þurfum við ekki að deila.