16.11.1981
Neðri deild: 12. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 776 í B-deild Alþingistíðinda. (539)

66. mál, iðnráðgjafar

Ólafur Þ. Þórðarson:

Herra forseti. Hér er á ferðinni gott mál og ástæðulaust að drepa umr. á dreif um almenn málefni þó að það sé á dagskrá. Ég tel að það eigi ekkert erindi hér að ræða hvort skip séu keypt á tombóluprís erlendis frá eða ekki. Ef það er slæmt að Íslendingar geri góð kaup er margt orðið dálitið skrýtið. Ég vil líka geta þess, að ég tel að umr. um heildarstöðu iðnaðarins eigi frekar heima í eldhúsdagsumr.

Ég stóð upp fyrst og fremst til að vekja athygli á að í 1. gr. þarf að rýmka þær heimildir sem þar eru. Það er of þröngt að miða þetta framlag við starf eins manns á starfsvæði hlutaðeigandi samtaka, ef það er miðað við kjördæmi. Það væri ekki óeðlilegt að þarna yrði miðað við meiri fjárhæð sem tryggði honum eitthvert ferðafé og lágmarkskostnað varðandi skrifstofuhald.