17.11.1981
Sameinað þing: 20. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 838 í B-deild Alþingistíðinda. (623)

331. mál, gróði bankakerfisins

Ólafur Ragnar Grímsson:

Herra forseti. Þessi ræða, sem hæstv. viðskrh. flutti nú, var í algerri andstöðu við þá ræðu sem hæstv. sjútvrh. hefur flutt nokkrum sinnum hér á Alþingi um þetta sama málefni. Það væri æskilegt að hæstv. viðskrh. ræddi við hæstv. sjútvrh. um þetta málefni svo að við óbreyttir stuðningsmenn ríkisstj. gætum fengið að heyra hvaða línu við ættum að fylgja í málinu. (Gripið fram í: Þú verður að fylgja tveimur línum.)