19.10.1981
Sameinað þing: 5. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 81 í B-deild Alþingistíðinda. (64)

Rannsókn kjörbréfs

Forseti (Jón Helgason):

Mér hefur borist eftirfarandi bréf:

„Guðmundur Bjarnason, 5. þm. Norðurl. e., hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég mun verða fjarverandi næstu vikur sem einn af fulltrúum Íslands á Allsherjarþingi Sameinuðu þ jóðanna í New York óska ég þess skv. 138. gr. laga um kosningar til Alþingis, að 1. varamaður Framsfl. í Norðurlandskjördæmi eystra, Níels Á. Lund, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni..`

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt.

Helgi Seljan,

forseti Ed.

Níels Á. Lund hefur áður átt sæti á Alþingi á þessu kjörtímabili og rannsókn kjörbréfs hans þá farið fram, og býð ég hann velkominn til starfa.

Mér hefur borist annað bréf:

„Ingvar Gíslason, 1. þm. Norðurl. e., hefur ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum get ég ekki setið þingfundi á næstunni. Leyfi ég mér því með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess, að 2. varamaður Framsfl. í Norðurlandskjördæmi eystra, Hákon Hákonarson, formaður Sveinafélags járniðnaðarmanna á Akureyri, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt.

Sverrir Hermannsson,

forseti Nd.

Hákon Hákonarson hefur einnig átt sæti á Alþingi á þessu kjörtímabili og rannsókn kjörbréfs hans þá farið fram, og býð ég hann velkominn til starfa á Alþingi.

Mér hefur borist eftirfarandi bréf:

„Garðar Sigurðsson, 4. þm. Suðurl., hefur ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég er á förum til útlanda til að sitja þing Sameinuðu þjóðanna leyfi ég mér með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess, að 1. varamaður Alþb. í Suðurlandskjördæmi, Baldur Óskarsson, starfsmaður Alþb. í Reykjavík, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.“

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um að þér látið fara fram rannsókn kjörbréfs í sameinuðu þingi.

Sverrir Hermannsson,

forseti Nd.

Ég vil biðja kjörbréfanefnd að taka kjörbréf Baldurs Óskarssonar til athugunar og verður fundi frestað á meðan. — [Fundarhlé.].