19.11.1981
Sameinað þing: 22. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 906 í B-deild Alþingistíðinda. (705)

321. mál, húsnæðismál

Fyrirspyrjandi (Eiður Guðnason):

Herra forseti. Ég hef á þskj. 25 leyft mér að bera fram fsp. til hæstv. menntmrh. um það sem ég hef leyft mér að kalla myndvarp, sem einnig hefur verið nefnt kapalsjónvarp eða vídeó. Ég hygg að það þurfi ekki mörgum orðum að rökstyðja nauðsyn þess, að þetta mál verði tekið upp hér á Alþingi til umræðu.

Fsp. mín til hæstv. menntmrh. er í fyrsta lagi sú: Hvaða ráðstófunum hyggst menntmrh. beita sér fyrir til að tryggja almenningi eðlileg not þeirrar nýju tækni og þeirra möguleika sem myndbönd og myndvarp veita, þannig að lágmarksgæðakröfur séu virtar og réttur skapenda, höfunda og flytjenda sé ekki fyrir börð borinn?

2. Telur menntmrh. að starfsemi þeirra fyrirtækja, sem nú dreifa sjónvarpsefni til almennings, aðallega á Reykjavíkursvæðinu, um myndstrengi, sé í samræmi við fjarskiptalög, nr. 30 frá árinu 1941, úrvarpslög, nr. 19 frá 1971, og lög um vernd barna og ungmenna, nr. 53 frá 1966?

3. liður fsp. er á þá leið, hvort menntmrn. hafi látið kanna efnisframboð þeirra fyrirtækja sem dreifa sjónvarpsefni til almennings um myndstrengi.