19.11.1981
Sameinað þing: 22. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 923 í B-deild Alþingistíðinda. (728)

344. mál, endurskoðun á lögum um fasteignasölu

Fyrirspyrjandi (Jóhanna Sigurðardóttir):

Herra forseti. Nú er liðið um það bil 11/2 ár síðan samþykkt var hér á Alþingi þáltill. um kaup og sölu á fasteignum sem fól í sér endurskoðun á lögum um fasteignasölu. Þrátt fyrir að svo langur tími sé liðinn hefur slík endurskoðuð löggjöf um fasteignasölu ekki verið lögð fram hér á hv. Alþingi. Reyndar er mér ekki kunnugt um hvort yfirleitt hafi nokkuð verið gert í þessu máli af hálfu rn. síðan þessi þáltill. var samþykkt. Því þykir mér ástæða til að spyrja hæstv. dómsmrh. og hef lagt fram um það fsp. sem hljóðar svo:

„Hvað líður framkvæmd á þál. sem samþykkt var á Alþingi 29. maí l980 um kaup og sölu á fasteignum er fól í sér endurskoðun á lögum um fasteignasölu, nr. 47/1938, og öðrum reglum sem um fasteignaviðskipti gilda?“