19.10.1981
Neðri deild: 4. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 96 í B-deild Alþingistíðinda. (85)

15. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Karvel Pálmason:

Herra forseti. Ég tel mjög eðlilega þá tillögu flm., að þetta mál fari til félmn. Það er nú svo, eins og hv. síðasti ræðumaður sagði, að skattalög eru mjög flókin. Að því er þær breytingar varðar, sem hér um ræðir, þá eru þær ekki flóknar og þarf enga skattalagasérfræðinga til að sjá hvað þarna er að gerast. Þetta er angi af hinni félagslegu hlið. Það hefur skort upplýsingar um þessi mál til þess að hægt væri að gera sér grein fyrir vissum þáttum kjaralegs eðlis. Það er því eðlilegt að mínu viti að þetta mál fari til félmn. fremur en það fari til fjh.- og viðskn.