12.10.1981
Sameinað þing: 1. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 9 í B-deild Alþingistíðinda. (9)

Varamaður tekur þingsæti

Forseti (Jón Helgason):

Mér hefur borist eftirfarandi bréf:

„Reykjavík, 12. 10. 1981.

Samkvæmt beiðni Lárusar Jónssonar, 3, þm. Norðurl. e., sem er farinn til útlanda í opinberum erindum, leyfi ég mér skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess, að 1. varamaður hans, Vigfús Jónsson bóndi, taki á meðan sæti hans á Alþingi.

Virðingarfyllst.

Þorv. Garðar Kristjánsson.“

Vigfús Jónsson hefur áður átt sæti sem varamaður á þessu kjörtímabili og hefur kjörbréf hans því verið samþykkt.