07.12.1981
Efri deild: 18. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 1233 í B-deild Alþingistíðinda. (995)

136. mál, verðjöfnunargjald af raforku

Viðskrh. (Tómas Árnason):

Herra forseti. Það var ekki ætlun mín að taka til máls um frv. sem hér er til umr. um verðjöfnunargjald af raforku. En að gefnu tilefni vegna ræðu hv. 4. þm. Vestf. vil ég segja nokkur orð um olíustyrkinn sérstaklega og upphitunarmálin einnig.

Ég vil þá fyrst undirstrika það og taka undir það með öðrum þm., að upphitun húsnæðis er eitt af stóru málunum í okkar þjóðmálum og í okkar þjóðfélagi. Það eru auðvitað sérstakar ástæður fyrir því, að þarna hefur orðið verulega mikil röskun á tiltölulega skömmum tíma. Hún hófst með fyrri olíukreppunni 1973 og síðan óx þessi skekkja með síðari olíukreppunni 1978. Á árinu 1974 voru teknir upp með lögum olíustyrkir, eins og kunnugt er, og þá voru, þeir og hafi raunar alltaf verið greiddir sem eins konar nefgjald eða nefstyrkur og voru þá líklega milli 90 og 95 þús. talsins, minnir mig vera. Það hefur verið lögð á það höfuðáhersl, með tilliti til þess, hversu dýr olían er orðin, að hraða framkvæmdum í orkumálum og þá ekki síst hitaveituframkvæmdum. Það hefur orðið mikil og ör uppbygging á þessu sviði sem hefur valdið því, að olíustyrkjunum fer sífellt fækkandi. Nú er svo komið, að eftir að Akranes, Stokkseyri og Eyrarbakki hafa verið tengd við hitaveitur að olíustyrkirnir verða í kringum 20 þús., eftir því sem mér hefur verið sagt. Upphitun með olíu hefur minnkað þegar lltið er á það sem mál þjóðarheildarinnar, en ekki hefur minnkað vandi þeirra sem þurfa að hita híbýli sín með olíu.

Sú meginstefna hefur verið rík jandi að hafa hliðs jón af upphitunarkostnaði með innlendum orkugjöfum og að hafa olíustyrkinn ekki hærri en svo, að upphitun með olíu verði ekki ódýrari en upphitun með rafmagni eða með hitaveitu, til að stuðla að því og hvetja til þess, að menn reyni að losa sig við olíuna og hita upp híbýli sín og hús með innlendri orku.

Það hefur komið hér fram og er alveg rétt, að olíustyrkurinn er nú 200 kr. á mann miðað við ársfjórðung og hefur verið nú um sinn. Það kom til tals í sumar að hækka olíustyrkinn, en ekki varð af því. Ég hafði áhuga á að þessi mál yrðu athuguð nokkuð nánar og fram færi heildarathugun á þeim, vandleg athugun, sem síðan væri hægt að byggja á, þegar teknar yrðu ákvarðanir um þessi mál, áður en árið væri liðið. Þess vegna skipaði ég nefnd, sem í sitja fulltrúar frá öllum þingflokkum, til að endurskoða lögin og athuga þessi mál öll nánar. Ég taldi rétt og skynsamlegt að allir þingflokkar fengju tækifæri til að taka þátt í þessu starfi. Þessi nefnd hefur setið að störfum um nokkurn tíma. Hv. 4. þm. Vestf. á einmitt sæti í þeirri nefnd. Hann er áhugamaður um þessi mál. Einu sinni um skamman tíma var ég í stjórnarandstöðu, en hann eiginlega bæði í stjórn og stjórnarandstöðu, ef ég man það rétt. Þá fluttum við frv. um þessi mál saman ásamt fleiri mönnum. Hann er mikili áhugamaður í þessum efnum eins og við margir fleiri.

Ég vil leggja áherslu á að árinu er ekki lokið og það er til nokkurt fé umfram það sem þarf til að greiða 20 þús. gkr. fyrir ársfjórðunginn, og það er vel að svo er. Það er nú alltaf gott að hafa peninga í handraðanum frekar en að vanta peninga. Þarna er því nokkurt svigrúm. Ég hef fullan hug á að leita mér ráðgjafar einmitt hjá nefndinni, sem hefur verið að athuga þessi mál vandlega, áður en endanlegar ákvarðanir verða teknar um upphæð olíustyrksins fyrir árið í heild. Ég er alveg opinn fyrir að hækka olíustyrkinn, og hef raunar gert ráð fyrir að það þyrfti að gera. Þegar lögin voru sett, sem nú gilda um þessi mál, hygg ég að munurinn á upphitunarkostnaði frá Rafmagnsveitum ríkisins og þeirra sem hituðu upp með olíu að viðbættum styrknum hafi verið um 20%, ef ég man það rétt. Mig minnir að það hafi verið um 20%. Er það rangt hjá mér? (Gripið fram í.) Meðalkostnaður. (Gripið fram í.) Mismunurinn, já. Var það sett þegar lögin voru samþykkt? (Gripið fram í: Samkv. byggingarvísitölunni.) Nú, er það svo. Það fer ég skakkt með að það hafi staðið á jöfnu. En núna er orðinn mismunur á þessu því að innlend orka hefur hækkað. Ég hef ekki fengið enn frá nefndinni hennar álit, hún hefur ekki lokið störfum. Þess vegna er ég ekki við því búinn að ræða þessi mál til neinnar hlitar, en ég er opinn fyrir því að hækka olíustyrkinn. Þó álít ég að það sé nauðsynlegt að taka mið af kostnaði við upphitun frá öðrum orkugjöfum. Það held ég að sé nauðsynlegt með tilliti til þess að hvetja menn til að útrýma olíunni eins og frekast er unnt. Við verðum að gæta að því, að við getum staðið frammi fyrir því hvenær sem er að það skelli á olíukreppa, hin þriðja í röðinni. Það eru ekki miklar líkur á að það verði alveg á næstu mánuðum, en í raun og veru veit enginn um það. Það þurfa ekki að gerast nema hættulegir atburðir, sem geta gerst í einni svipan eins og við þekkjum mörg dæmi um, til þess að svo verði. Þá er auðvitað þýðingarmikið að minnka olíuneysluna til upphitunar húsnæðis.

Ég skal ekki við þetta tækifæri, ég þarf að athuga það betur, láta í ljós neina skoðun á því, hvað til greina kæmi að hækka olíustyrkinn mikið. Mér finnst koma til greina í fyrsta lagi að hækka styrkinn frá því, sem verið hefur, og í öðru lagi að greiða uppbót. Ég hygg að þau sjónarmið hafi komið fram í nefndinni sem starfar að þessum málum. En ég legg áherslu á að árinu er ekki lokið og enn ráðrúm til að athuga þetta nánar.

Varðandi þessi mál öll um lengri framtíð er náttúrlega alveg ljóst að okkur tekst sennllega seint að jafna þennan mun til fulls, eins og á að vera stefnumarkið, nema með hraðri uppbyggingu stórra orkuvera sem veita svigrúm til að lækka upphitunarkostnað á hibýlum manna með rafmagni svo að sá kostnaður geti orðið jafn alls staðar á landinu. Það þarf hann að verða. Hann verður kannske aldrei alveg jafn, vegna þess að það stendur misjafnlega á með þessi mannvirki og aðstöðu. Það er auðvitað það mark sem verður að stefna að í þessum málum, að hann verði jafn þegar á heildina er litið. Ef það verður ekki gert er alveg augljóst mál að upphitunarkostnaður í landinu hefur áhrif á búsetu. Þess vegna held ég að það sé mjög gott, að úr þingsölum heyrist einmitt þessi sjónarmið, að það þarf að stefna að því að þessi kostnaður verði jafn um allt landið, fólk heyri það að menn hagi málum á þá leið að það verði unnt. Þá er ég ekki aðeins að tala um upphitunarkostnað með olíu. Ég er að tala um upphitunarkostnað með hitaveitu og með rafinagni. Ég held að það verði aldrei til fulls gengið frá því máli nema með hraðri uppbyggingu stórra orkuvera þannig að það verði svigrúm til að lækka hreinlega taxta á upphitun raforku til húsahitunar.