07.12.1981
Efri deild: 18. fundur, 104. löggjafarþing.
Sjá dálk 1238 í B-deild Alþingistíðinda. (998)

136. mál, verðjöfnunargjald af raforku

Iðnrh. (Hjörleifur Guttormsson):

Herra forseti. Það er aðeins vegna þeirra umr. sem hér hefur teygst úr. Mér þykir það koma úr nokkuð harðri átt ef orð mín eru túlkuð svo, að ég vilji ekki berjast fyrir jöfnun á orkukostnaði í landinu og þá til húshitunar. Ég vil að hér komi mjög skýrt fram, að það er mikil rangtúíkun á mínum orðum ef þau eru lögð út með þeim hætti. Ég vildi koma á framfæri upplýsingum hv. þm. til umhugsunar um stöðu þessara mála og um að það þyrfti að mörgu að hyggja þegar greiddir eru niður orkugjafar.

Hv. 4. þm. Vestf. minnti á frv. sem hann flutti hér af góðum hug í þessum efnum um allt að 60% niðurgreiðslu á olíu. Hann sagði seinna í sínu máli, að hæfilegt væri að sínu mati að hafa verð á olíu til upphitunar nálægt rafhitunartaxta. Þessi till. gerði á þeim tíma miklu meira en það. Hún hefði fært olíuna langt niður fyrir þá verðlagningu sem þá gilti um raforku. Það er einmitt það sem ég vildi koma á framfæri, að menn vöruðu sig á því að draga úr hvata einstaklinga og byggðarlaga til að hagnýta sér innlenda orkugjafa, gengju ekki lengra í niðurgreiðslu á olíu, innfluttri orku, en sem því næmi.

Ég ætla ekki að fara hér út í sögulega upprifjun, enda hef og áhuga á að þetta mál komist til nefndar. En ég held að það væri hollt fyrir hv. 4. þm. Vestf. og hv. 11. landsk. þm. að rifja upp þróun olíustyrks á árabilinu 1974–1978 áður en þeir fara að hafa uppi mjög stór orð um þá stefnu sem núv. ríkisstj. og ríkisstjórn Ófafs Jóhannessonar hafa viðhaft í þessum efnum. Ég vil aðeins koma því á framfæri.

En það er önnur leið til að draga úr kostnaði en að greiða niður. Hana þyrfti að meta meir en gert hefur verið ogverja til hennar meirafjármagni að mínu mati og jafnvel einhverju af því fjármagni sem sumir hyggja að sé betur varið til beinnar niðurgreiðslu. Það er leið til orkusparnaðar. Það er að gera húsnæði þannig úr garði með einangrun að betur haldist á orkunni innan veggja.

Einnig teldi ég mjög æskilegt að hvetja menn til að skipta yfir í innlenda orkugjafa með því að veita mönnum hagstæð lán og styrki til að breyta frá olíukyndingu yfir í t. d. beina rafhitun, sem hefur allverulegan kostnað í för með sér. Það mun vera byrjað á slíkum greiðslum hjá Húsnæðisstofnun í einhverjum mæli, og ég held að það þurfi að hyggja sérstaklega að því.